Lægðin missti af kaldasta loftinu Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 08:39 Búið er að loka veginum um Kjalarnes og Mosfellsheiði vegna veðurs. vísir/eyþór Lægðin sem gengur nú yfir landið nær fullum þroska á næstu klukkutímum en Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu að hún hafi misst af kaldasta loftinu og verði því líklega ekki eins skæð og hún hefði getað orðið. Trausti rýndi í gervihnattarmynd í grein sem hann birti í gærkvöldi þar sem sjá má myndun lægðarinnar suðvestur í hafi sem gengur yfir landið þessa stundina. Trausti sagði að sú lægð myndi líklegast missa af kaldasta loftinu og ekki verða jafn skæð og hún hefði getað orðið, það loft haldist við Suður-Grænland og vert sé að þakka fyrir það. „Við fáum að vísu þetta loft yfir okkur síðar - aðra nótt og á fimmtudag - en hálfgert brotajárn ekki líklegt til stórræða,“ segir Trausti. Hann segir enn eitt illviðrið væntanlegt á föstudag sem sé í bígerð yfir vötnunum miklu á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. „Og á enn möguleika á að verða verra og langvinnara heldur en það sem við höfum verið að fjalla um hér,“ segir Trausti. Vísir ræddi við veðurfræðing á Veðurstofu Íslands fyrr í morgun sem sagði að veðrið verði hvað verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag og engin ástæða sé til annars en að spár gangi eftir. Búast má við að lægðin sem er yfir landinu núna verði að mestu farin hjá um hádegi. Veður Tengdar fréttir Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
Lægðin sem gengur nú yfir landið nær fullum þroska á næstu klukkutímum en Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu að hún hafi misst af kaldasta loftinu og verði því líklega ekki eins skæð og hún hefði getað orðið. Trausti rýndi í gervihnattarmynd í grein sem hann birti í gærkvöldi þar sem sjá má myndun lægðarinnar suðvestur í hafi sem gengur yfir landið þessa stundina. Trausti sagði að sú lægð myndi líklegast missa af kaldasta loftinu og ekki verða jafn skæð og hún hefði getað orðið, það loft haldist við Suður-Grænland og vert sé að þakka fyrir það. „Við fáum að vísu þetta loft yfir okkur síðar - aðra nótt og á fimmtudag - en hálfgert brotajárn ekki líklegt til stórræða,“ segir Trausti. Hann segir enn eitt illviðrið væntanlegt á föstudag sem sé í bígerð yfir vötnunum miklu á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. „Og á enn möguleika á að verða verra og langvinnara heldur en það sem við höfum verið að fjalla um hér,“ segir Trausti. Vísir ræddi við veðurfræðing á Veðurstofu Íslands fyrr í morgun sem sagði að veðrið verði hvað verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag og engin ástæða sé til annars en að spár gangi eftir. Búast má við að lægðin sem er yfir landinu núna verði að mestu farin hjá um hádegi.
Veður Tengdar fréttir Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24