Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 22:39 Vindaspákort Veðurstofu Íslands fyrir klukkan 18 á morgun. veðurstofa íslands Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Stormurinn er sá seinasti í bili því von er á því að hæðir verði yfir landinu langt fram í næstu viku með mildu veðri. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir storminn á morgun keimlíkan þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Vindstyrkurinn er kannski einu gömlu vindstigi minna og úrkoman er ekki alveg eins áköf. Svo er aðeins hlýrra loftið í þessum þannig að það er lítið sem ekkert af slyddu eða snjókomu og úrkoman meira og minna öll rigning,“ segir Teitur. Þannig séu líkur á að hitinn fari vel yfir frostmark á heiðavegum og það verði ekki nema í stuttan tíma sem það verður skafrenningur og mögulega slydda eða snjókoma. „En þetta er það hlýtt loft að það fer vel upp fyrir frostmark líka á fjallvegum. Þess vegna eru viðvaranirnar gular að þessu sinni. Þetta er svona allt aðeins vægara en á miðvikudaginn. Svo ætti að vinnast vel á klakanum þegar þetta er svona hlýtt, það ætti að bráðna vel af honum á morgun og síðan kólnar ekkert mjög hratt á laugardaginn þannig að þá ætti að bráðna eitthvað. Svo kólnar seint á laugardaginn, laugardagskvöldið,“ segir Teitur. Stormurinn á morgun lætur fyrst á sér kræla syðst á landinu en fer svo meira og minna yfir allt landið. Síðan er komið smá hlé á lægðaganginum. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Veðurhorfur næsta sólarhringinn og næstu daga:Sunnan 10-18 m/s og éljagangur í kvöld, en þurrt á NA- og A-landi. Vægt frost.Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands.Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig annað kvöld.Á laugardag:Suðaustan 18-23 m/s austanlands fram að hádegi, talsverð rigning og fremur hlýtt. Annars sunnan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 1 til 5 stig.Á sunnudag:Austan og suðaustan 8-15 og slydda og síðar rigning með köflum. Heldur hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.Á mánudag:Suðaustan 10-15 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld á vesturhelmingi landsins, en bjart austantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 6 stig.Á fimmtudag:Norðaustan 5-13 og léttskýjað um landið sunnan og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Stormurinn er sá seinasti í bili því von er á því að hæðir verði yfir landinu langt fram í næstu viku með mildu veðri. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir storminn á morgun keimlíkan þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Vindstyrkurinn er kannski einu gömlu vindstigi minna og úrkoman er ekki alveg eins áköf. Svo er aðeins hlýrra loftið í þessum þannig að það er lítið sem ekkert af slyddu eða snjókomu og úrkoman meira og minna öll rigning,“ segir Teitur. Þannig séu líkur á að hitinn fari vel yfir frostmark á heiðavegum og það verði ekki nema í stuttan tíma sem það verður skafrenningur og mögulega slydda eða snjókoma. „En þetta er það hlýtt loft að það fer vel upp fyrir frostmark líka á fjallvegum. Þess vegna eru viðvaranirnar gular að þessu sinni. Þetta er svona allt aðeins vægara en á miðvikudaginn. Svo ætti að vinnast vel á klakanum þegar þetta er svona hlýtt, það ætti að bráðna vel af honum á morgun og síðan kólnar ekkert mjög hratt á laugardaginn þannig að þá ætti að bráðna eitthvað. Svo kólnar seint á laugardaginn, laugardagskvöldið,“ segir Teitur. Stormurinn á morgun lætur fyrst á sér kræla syðst á landinu en fer svo meira og minna yfir allt landið. Síðan er komið smá hlé á lægðaganginum. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Veðurhorfur næsta sólarhringinn og næstu daga:Sunnan 10-18 m/s og éljagangur í kvöld, en þurrt á NA- og A-landi. Vægt frost.Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands.Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig annað kvöld.Á laugardag:Suðaustan 18-23 m/s austanlands fram að hádegi, talsverð rigning og fremur hlýtt. Annars sunnan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 1 til 5 stig.Á sunnudag:Austan og suðaustan 8-15 og slydda og síðar rigning með köflum. Heldur hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.Á mánudag:Suðaustan 10-15 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld á vesturhelmingi landsins, en bjart austantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 6 stig.Á fimmtudag:Norðaustan 5-13 og léttskýjað um landið sunnan og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37