Þórdís Kolbrún: „Staða kvenna innan flokksins hefur ekki verið með þeim hætti sem ég vil sjá“ Þórdís Valsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 12:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/ernir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að fólk eigi ekki að hafa áhyggjur af því að hún sé of lík Bjarna Benediktssyni til þess að gegna embætti varaformanns. Þórdís Kolbrún er sú fyrsta sem tilkynnti formlega um framboð til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður í embættið á landsfundi flokksins í mars. Þórdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði hana hvort fólk myndi ekki velta því upp hvort hún væri ekki of lík Bjarna Benediktssyni formanni flokksins bæði hvað varðar skoðanir og bakgrunn. Hún segir að það komi henni í einlægni á óvart að fólk skuli halda það. Hún segir að Bjarni hafi náð nokkuð góðri yfirsýn yfir það hvaða skoðanir ríkja innan flokksins og að í raun sé hægt að stilla hvaða þingmanni sem er við hans hlið og bera saman við hann. „Erum sammála um ýmsa hluti, en líka ósammála um margt. Ég er ekki að skella í pistil eða status í hvert sinn sem ég er ósammála honum,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að hún hafi þó lagt það í vana sinn að láta hann vita af því þegar hún er ósammála honum. „Ég held að menn og konur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ég muni alltaf vera sammála formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þórdís. Þá segir hún að það sé ekkert líkt með bakgrunni hennar og Bjarna Benediktssonar. „Ég er alin upp á Akranesi. Mamma er sjúkraliði og pabbi er bifvélavirki,“ segir hún og bætir við að hún eigi rætur að rekja vestur á firði og að einnig er mikill munur á þeim flokkssystkinum því hún er kona sem kemur úr öðru baklandi. Þórdís Kolbrún segir einnig að það sé ákveðinn áherslumunur á þeim tveimur. „Ég hef lagt mikla áherslu á landsbyggðina. Áherslu á það að það sé ekki raunverulegt frelsi til búsetu á Íslandi,“ segir hún og bendir á að það sé ekki hægt að bera saman innviði úti á landi við innviði á höfuðborgarsvæðinu.Reiknar með því að fleiri munu bjóða sig fram Þórdís Kolbrún segir að hún reikni staðfastlega með því að fleiri munu bjóða sig fram til varaformanns flokksins á næsta landsfundi. Hún var kjörin á þing í október árið 2016 en hefur verið í fimm ár á kafi í pólitík. Hún segir að hún hafi hugsað um það í nokkurn tíma að bjóða sig fram og að það hafi verið stór ákvörðun að stíga þetta skerf. „Ástæðan í grunninn er sú að ég trúi því að ég geti gert gagn fyrir flokkinn minn,“ segir hún og bætir við að hún finni fyrir stuðningi vítt og breytt. Þórdís segir að henni hafi ekki verið ýtt út í það að fara í framboð en þó að hún hefði ekki farið af stað nema hún hefði fundið fyrir ákveðnum meðbyr og stuðningi. „En maður fer ekki af stað nema maður finni það innra með sér.“Segir flokkinn þurfa að ganga lengra hvað varðar tækifæri kvenna Henni finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ganga lengra hvað varðar tækifæri kvenna innan flokksins og segir að hún hafi ýtt mjög á það. Hún er sammála Kristjáni með það að það sé nokkuð aumt að það séu einungis fjórar konur eftir á þinginu af sextán þingmönnum. „Við sjáum að kona hefur aldrei verið formaður Sjálfstæðisflokksins. Við höfum haft öflugar og flottar konur varaformenn. Mér finnst augljóst að staða kvenna innan flokksins hefur ekki verið með þeim hætti sem ég vil sjá,“ segir Þórdís. Þórdís er þeirrar skoðunar að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi fengið ríkan stuðning frá flokknum í Landsdómsmálinu, en hún segir að hún vilji þó ekki tala fyrir hana. Hún segir að hún finni það að það sé margt að gerast innan flokksins hvað varðar jafnrétti kynjanna. „Við verðum að vona að sé ekki þannig að maður megi taka pláss, en ekki of mikið pláss. Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég hef ekki persónulega sögu af því að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki fram við konur eins og karlmenn. Það eru allir sammála um það að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir alla og þá þarf að sýna þá breidd í forystu hans.“ Hún segir einnig að það séu ýmis frjálslyndismál sem að hennar mati flokkurinn þurfi að vera meira afgerandi í. „Það eru þessi litlu mál, til dæmis mannanafnalög, það hefur tekið allt of langan tíma að afnema þau,“ segir hún. Hún nefnir þar að auki þá staðreynd að hér á landi er leyfilegt að selja einkaaðilum skotvopn en ekki áfengi. „En ég er ekkert að fara að kasta mér fyrir lestina til að keyra það mál áfram,“ segir Þórdís.Tækifæri til að ná krafti í Reykjavík Kristján spjallaði einnig við Þórdísi um mál flokksins í borginni, en mikið hefur verið fjallað um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kristján spyr hana hvort hún sé sátt við það að reynslu sé ýtt til hliðar og minnist þar sérstaklega á Kjartan Magnússon borgarfulltrúa. „Auðvitað er vont að sjá á eftir öflugu fólki sem hefur helgað sig Sjálfstæðisflokknum í langan tíma og hafði áhuga á því að sitja áfram,“ segir Þórdís og segir enn fremur að kjörnefndinni hafi verið falið mjög vandasamt verk. „Þetta var niðurstaðan og ég held að þarna sé tækifæri til að ná einhverjum krafti í Reykjavík.“ Stj.mál Tengdar fréttir Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug Arna ætlar ekki í slaginn við Þórdísi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og starfandi varaformaður ætlar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í mars. 24. febrúar 2018 13:35 Þórdís vill verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 24. febrúar 2018 08:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að fólk eigi ekki að hafa áhyggjur af því að hún sé of lík Bjarna Benediktssyni til þess að gegna embætti varaformanns. Þórdís Kolbrún er sú fyrsta sem tilkynnti formlega um framboð til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Kosið verður í embættið á landsfundi flokksins í mars. Þórdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði hana hvort fólk myndi ekki velta því upp hvort hún væri ekki of lík Bjarna Benediktssyni formanni flokksins bæði hvað varðar skoðanir og bakgrunn. Hún segir að það komi henni í einlægni á óvart að fólk skuli halda það. Hún segir að Bjarni hafi náð nokkuð góðri yfirsýn yfir það hvaða skoðanir ríkja innan flokksins og að í raun sé hægt að stilla hvaða þingmanni sem er við hans hlið og bera saman við hann. „Erum sammála um ýmsa hluti, en líka ósammála um margt. Ég er ekki að skella í pistil eða status í hvert sinn sem ég er ósammála honum,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að hún hafi þó lagt það í vana sinn að láta hann vita af því þegar hún er ósammála honum. „Ég held að menn og konur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ég muni alltaf vera sammála formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þórdís. Þá segir hún að það sé ekkert líkt með bakgrunni hennar og Bjarna Benediktssonar. „Ég er alin upp á Akranesi. Mamma er sjúkraliði og pabbi er bifvélavirki,“ segir hún og bætir við að hún eigi rætur að rekja vestur á firði og að einnig er mikill munur á þeim flokkssystkinum því hún er kona sem kemur úr öðru baklandi. Þórdís Kolbrún segir einnig að það sé ákveðinn áherslumunur á þeim tveimur. „Ég hef lagt mikla áherslu á landsbyggðina. Áherslu á það að það sé ekki raunverulegt frelsi til búsetu á Íslandi,“ segir hún og bendir á að það sé ekki hægt að bera saman innviði úti á landi við innviði á höfuðborgarsvæðinu.Reiknar með því að fleiri munu bjóða sig fram Þórdís Kolbrún segir að hún reikni staðfastlega með því að fleiri munu bjóða sig fram til varaformanns flokksins á næsta landsfundi. Hún var kjörin á þing í október árið 2016 en hefur verið í fimm ár á kafi í pólitík. Hún segir að hún hafi hugsað um það í nokkurn tíma að bjóða sig fram og að það hafi verið stór ákvörðun að stíga þetta skerf. „Ástæðan í grunninn er sú að ég trúi því að ég geti gert gagn fyrir flokkinn minn,“ segir hún og bætir við að hún finni fyrir stuðningi vítt og breytt. Þórdís segir að henni hafi ekki verið ýtt út í það að fara í framboð en þó að hún hefði ekki farið af stað nema hún hefði fundið fyrir ákveðnum meðbyr og stuðningi. „En maður fer ekki af stað nema maður finni það innra með sér.“Segir flokkinn þurfa að ganga lengra hvað varðar tækifæri kvenna Henni finnst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ganga lengra hvað varðar tækifæri kvenna innan flokksins og segir að hún hafi ýtt mjög á það. Hún er sammála Kristjáni með það að það sé nokkuð aumt að það séu einungis fjórar konur eftir á þinginu af sextán þingmönnum. „Við sjáum að kona hefur aldrei verið formaður Sjálfstæðisflokksins. Við höfum haft öflugar og flottar konur varaformenn. Mér finnst augljóst að staða kvenna innan flokksins hefur ekki verið með þeim hætti sem ég vil sjá,“ segir Þórdís. Þórdís er þeirrar skoðunar að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi fengið ríkan stuðning frá flokknum í Landsdómsmálinu, en hún segir að hún vilji þó ekki tala fyrir hana. Hún segir að hún finni það að það sé margt að gerast innan flokksins hvað varðar jafnrétti kynjanna. „Við verðum að vona að sé ekki þannig að maður megi taka pláss, en ekki of mikið pláss. Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég hef ekki persónulega sögu af því að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki fram við konur eins og karlmenn. Það eru allir sammála um það að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir alla og þá þarf að sýna þá breidd í forystu hans.“ Hún segir einnig að það séu ýmis frjálslyndismál sem að hennar mati flokkurinn þurfi að vera meira afgerandi í. „Það eru þessi litlu mál, til dæmis mannanafnalög, það hefur tekið allt of langan tíma að afnema þau,“ segir hún. Hún nefnir þar að auki þá staðreynd að hér á landi er leyfilegt að selja einkaaðilum skotvopn en ekki áfengi. „En ég er ekkert að fara að kasta mér fyrir lestina til að keyra það mál áfram,“ segir Þórdís.Tækifæri til að ná krafti í Reykjavík Kristján spjallaði einnig við Þórdísi um mál flokksins í borginni, en mikið hefur verið fjallað um framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kristján spyr hana hvort hún sé sátt við það að reynslu sé ýtt til hliðar og minnist þar sérstaklega á Kjartan Magnússon borgarfulltrúa. „Auðvitað er vont að sjá á eftir öflugu fólki sem hefur helgað sig Sjálfstæðisflokknum í langan tíma og hafði áhuga á því að sitja áfram,“ segir Þórdís og segir enn fremur að kjörnefndinni hafi verið falið mjög vandasamt verk. „Þetta var niðurstaðan og ég held að þarna sé tækifæri til að ná einhverjum krafti í Reykjavík.“
Stj.mál Tengdar fréttir Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Áslaug Arna ætlar ekki í slaginn við Þórdísi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og starfandi varaformaður ætlar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í mars. 24. febrúar 2018 13:35 Þórdís vill verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 24. febrúar 2018 08:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Áslaug Arna ætlar ekki í slaginn við Þórdísi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og starfandi varaformaður ætlar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í mars. 24. febrúar 2018 13:35
Þórdís vill verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þórdís greinir frá þessu í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 24. febrúar 2018 08:32