Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 18:17 Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. Var listi kjörnefndar samþykktur óbreyttur og einróma með handauppréttingu að sögn Skúla Hansen framkvæmdastjóra Varðar. Hvorki Áslaug Friðriksdóttir né Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar flokksins eru á listanum, eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni. Eyþór Arnalds skipar 1. sætið og Hildur Björnsdóttir 2. sætið. 46 manns skipa listann þar sem verið er að fjölga borgarfulltrúum í 23. Mikið hafði verið rætt um að átök gætu orðið á fundinum vegna stöðu þeirra Áslaugar og Kjartans en Skúli segir engin átök enda tók fundurinn innan við klukkutíma; hófst um klukkan hálfsex og var lokið um 40 mínútum síðar. Rætt var við þau Eyþór og Hildi í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eyþór lýsti listanum sem breiðum og öflugum sem endurspeglaði breiddina sem borgin hefur. Fólkið á honum væri með mismunandi bakgrunn og hann treysti því vel til að leiða flokkinn til sigurs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Markmið Sjálfstæðismanna sagði Eyþór að ná meirihluta í borginni, hvort sem það væri hreinn meirihluti þeirra eða í samstarfi við aðra flokka. Lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar má sjá hér fyrir neðan.1. Eyþór Laxdal Arnalds, framkvæmdastjóri 2. Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur 3. Valgerður Sigurðardóttir, skrifstofu- og þjónustustjóri 4. Egill Þór Jónsson, teymisstjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkur 5. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og kennari 6. Katrín Atladóttir, forritari 7. Örn Þórðarson, framhaldsskólakennari og varaborgarfulltrúi 8. Björn Gíslason, varaborgarfulltrúi 9. Jórunn Pála Jónasdóttir, lögfræðingur 10. Alexander Witold Bogdanski, viðskiptafræðingur 11. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sálfræðinemi 12. Ólafur Kr Guðmundsson, umferðarsérfræðingur 13. Þórdís Pálsdóttir, grunnskólakennari 14. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra 15. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður 16. Inga María Hlíðar Thorsteinsson, ljósmóðir 17. Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari 18. Elín Jónsdóttir, lögfræðingur 19. Þorlákur Einarsson, sagnfræðingur og listaverkasali 20. Halldór Karl Högnason, rafmagnsverkfræðingur 21. Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur 22. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri 23. Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur 24. Elísabet Gísladóttir, djákni 25. Guðmundur Edgarsson, kennari 26. Steinunn Anna Hannesdóttir, verkfræðingur 27. Friðrik Ármann Guðmundsson, kaupmaður 28. Gylfi Þór Sigurðsson, hagfræðingur 29. Eva Dögg M Sigurgeirsdóttir, atvinnurekandi 30. Elísabet Inga Sigurðardóttir, laganemi 31. Eyþór Eðvarðsson, framkvæmdastjóri 32. Ágústa Tryggvadóttir, hagfræðinemi 33. Oddur Þórðarson, menntaskólanemi 34. Vala Pálsdóttir, viðskiptafræðingur 35. Jónas Jón Hallsson, dagforeldri 36. Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur 37. Hafstein Númason, leigubílstjóri 38. Ingveldur Fjeldsted, fulltrúi 39. Kristín Lilja Sigurðardóttir, háskólanemi 40. Bertha Biering, ritari 41. Helga Möller, söngkona 42. Hafdís Björk Hannesdóttir, húsmóðir 43. Arndís Thorarensen, stærðfræðingur 44. Páll Þorgeirsson, heimilislæknir 45. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor 46. Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Fréttin var uppfærð klukkan 18:44. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í mikinn átakafund í Valhöll Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar á eftir. 22. febrúar 2018 15:48 Fundinum í Valhöll seinkaði vegna góðrar mætingar Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinkaði um korter í dag vegna gríðarlegrar góðrar mætingar. 22. febrúar 2018 17:52 Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Fleiri fréttir Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Áframhaldandi landris í Svartsengi Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Ók á húsvegg Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Slá færri svæði í nafni sjálfbærni „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Steinþór sýknaður í Hæstarétti Ósk um að heita Óskir hafnað Einar horfir til hægri Harmar ákvörðun Guðmundar Enn þrefað á þingi og árásir ganga á víxl í miðausturlöndum Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Sjá meira
Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. Var listi kjörnefndar samþykktur óbreyttur og einróma með handauppréttingu að sögn Skúla Hansen framkvæmdastjóra Varðar. Hvorki Áslaug Friðriksdóttir né Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar flokksins eru á listanum, eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni. Eyþór Arnalds skipar 1. sætið og Hildur Björnsdóttir 2. sætið. 46 manns skipa listann þar sem verið er að fjölga borgarfulltrúum í 23. Mikið hafði verið rætt um að átök gætu orðið á fundinum vegna stöðu þeirra Áslaugar og Kjartans en Skúli segir engin átök enda tók fundurinn innan við klukkutíma; hófst um klukkan hálfsex og var lokið um 40 mínútum síðar. Rætt var við þau Eyþór og Hildi í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eyþór lýsti listanum sem breiðum og öflugum sem endurspeglaði breiddina sem borgin hefur. Fólkið á honum væri með mismunandi bakgrunn og hann treysti því vel til að leiða flokkinn til sigurs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Markmið Sjálfstæðismanna sagði Eyþór að ná meirihluta í borginni, hvort sem það væri hreinn meirihluti þeirra eða í samstarfi við aðra flokka. Lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar má sjá hér fyrir neðan.1. Eyþór Laxdal Arnalds, framkvæmdastjóri 2. Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur 3. Valgerður Sigurðardóttir, skrifstofu- og þjónustustjóri 4. Egill Þór Jónsson, teymisstjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkur 5. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og kennari 6. Katrín Atladóttir, forritari 7. Örn Þórðarson, framhaldsskólakennari og varaborgarfulltrúi 8. Björn Gíslason, varaborgarfulltrúi 9. Jórunn Pála Jónasdóttir, lögfræðingur 10. Alexander Witold Bogdanski, viðskiptafræðingur 11. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sálfræðinemi 12. Ólafur Kr Guðmundsson, umferðarsérfræðingur 13. Þórdís Pálsdóttir, grunnskólakennari 14. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra 15. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður 16. Inga María Hlíðar Thorsteinsson, ljósmóðir 17. Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari 18. Elín Jónsdóttir, lögfræðingur 19. Þorlákur Einarsson, sagnfræðingur og listaverkasali 20. Halldór Karl Högnason, rafmagnsverkfræðingur 21. Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur 22. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri 23. Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur 24. Elísabet Gísladóttir, djákni 25. Guðmundur Edgarsson, kennari 26. Steinunn Anna Hannesdóttir, verkfræðingur 27. Friðrik Ármann Guðmundsson, kaupmaður 28. Gylfi Þór Sigurðsson, hagfræðingur 29. Eva Dögg M Sigurgeirsdóttir, atvinnurekandi 30. Elísabet Inga Sigurðardóttir, laganemi 31. Eyþór Eðvarðsson, framkvæmdastjóri 32. Ágústa Tryggvadóttir, hagfræðinemi 33. Oddur Þórðarson, menntaskólanemi 34. Vala Pálsdóttir, viðskiptafræðingur 35. Jónas Jón Hallsson, dagforeldri 36. Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur 37. Hafstein Númason, leigubílstjóri 38. Ingveldur Fjeldsted, fulltrúi 39. Kristín Lilja Sigurðardóttir, háskólanemi 40. Bertha Biering, ritari 41. Helga Möller, söngkona 42. Hafdís Björk Hannesdóttir, húsmóðir 43. Arndís Thorarensen, stærðfræðingur 44. Páll Þorgeirsson, heimilislæknir 45. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor 46. Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Fréttin var uppfærð klukkan 18:44.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í mikinn átakafund í Valhöll Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar á eftir. 22. febrúar 2018 15:48 Fundinum í Valhöll seinkaði vegna góðrar mætingar Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinkaði um korter í dag vegna gríðarlegrar góðrar mætingar. 22. febrúar 2018 17:52 Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Fleiri fréttir Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Áframhaldandi landris í Svartsengi Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Ók á húsvegg Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Slá færri svæði í nafni sjálfbærni „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Steinþór sýknaður í Hæstarétti Ósk um að heita Óskir hafnað Einar horfir til hægri Harmar ákvörðun Guðmundar Enn þrefað á þingi og árásir ganga á víxl í miðausturlöndum Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Sjá meira
Stefnir í mikinn átakafund í Valhöll Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar á eftir. 22. febrúar 2018 15:48
Fundinum í Valhöll seinkaði vegna góðrar mætingar Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinkaði um korter í dag vegna gríðarlegrar góðrar mætingar. 22. febrúar 2018 17:52