Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 05:47 Scot Peterson sagði upp störfum eftir að hann var sendur í launalaust leyfi. BBC Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson. Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45