Er fýsilegt að banna dieselbíla í Reykjavík til að draga úr loftmengun? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 19:15 Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira