Er fýsilegt að banna dieselbíla í Reykjavík til að draga úr loftmengun? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 19:15 Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira