Innlent

Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur.
Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur. Vísir/Ernir
Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að klukkan eitt í dag hafi hálftímagildi svifryks við Grensásveg verið 98 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð við Hringbraut var hálftímagildið á sama tíma 142 míkrógrömm á rúmmetra og við Eiríksgötu 66 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhrings heilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu fyrr en á laugardag. Búist er við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur. Þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum ásamt börnum ættu því að forðast útivist í nágrenni við umferðagötur.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna hér. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×