Innlent

Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur.
Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur. Vísir/Ernir

Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að klukkan eitt í dag hafi hálftímagildi svifryks við Grensásveg verið 98 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð við Hringbraut var hálftímagildið á sama tíma 142 míkrógrömm á rúmmetra og við Eiríksgötu 66 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhrings heilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu fyrr en á laugardag. Búist er við svipuðum veðurfarsaðstæðum og því líkur á svifryksmengun við umferðargötur. Þau sem eru viðkvæm í öndunarfærum ásamt börnum ættu því að forðast útivist í nágrenni við umferðagötur.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna hér. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.