Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Ásmundur Friðriksson Fréttablaðið/Pjetur Þær vegalengdir sem ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði árið 2017 jafngilda því að Ásmundur hafi keyrt hringinn kringum landið á tíu daga fresti árið 2017, eða 35 sinnum. Akstur Ásmundar jafngildir því einnig að hann hafi keyrt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og aftur til baka í hverri viku á umræddu ári. Höfn er sá þéttbýlisstaður í kjördæmi Ásmundar, Suðurkjördæmi, sem er lengst frá Reykjavík. Vegalengdin milli þessara staða er 456 kílómetrar og ferðin fram og til baka er því 912 kílómetrar. Ásmundur segir kjördæmi sitt 700 kílómetra langt og að hann fái mjög margar beiðnir um að hitta fólk vítt og breitt um kjördæmið. Aðspurður segist hann fara til Hafnar í Hornafirði fjórum til átta sinnum á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er haft með því af hálfu Alþingis að færslur í akstursbækur séu réttar. „Þingmenn sem óska eftir að fá greitt fyrir akstur á eigin bifreiðum þurfa að skrá kílómetratölu í mæli, fyrir og eftir hvert erindi, og þeir þurfa að gera grein fyrir erindum eða tilefni hverrar ferðar. Skrifstofa Alþingis hefur ekki eftirlit með þessu að öðru leyti,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, aðspurður um fyrirkomulag og eftirlit með greiðslum til alþingismanna fyrir akstur í tengslum við störf þeirra. Alþingi endurgreiddi Ásmundi rúmar 4,6 milljónir vegna þessa aksturs á umræddu ári, eða að jafnaði um 385 þúsund á mánuði. Til samanburðar má nefna að útborguð laun meðalgrunnskólakennara eru í kringum 340 þúsund á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands. Um skattfrjálsar greiðslur er að ræða sem bætast við þingfararkaup Ásmundar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þær vegalengdir sem ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði árið 2017 jafngilda því að Ásmundur hafi keyrt hringinn kringum landið á tíu daga fresti árið 2017, eða 35 sinnum. Akstur Ásmundar jafngildir því einnig að hann hafi keyrt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og aftur til baka í hverri viku á umræddu ári. Höfn er sá þéttbýlisstaður í kjördæmi Ásmundar, Suðurkjördæmi, sem er lengst frá Reykjavík. Vegalengdin milli þessara staða er 456 kílómetrar og ferðin fram og til baka er því 912 kílómetrar. Ásmundur segir kjördæmi sitt 700 kílómetra langt og að hann fái mjög margar beiðnir um að hitta fólk vítt og breitt um kjördæmið. Aðspurður segist hann fara til Hafnar í Hornafirði fjórum til átta sinnum á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er haft með því af hálfu Alþingis að færslur í akstursbækur séu réttar. „Þingmenn sem óska eftir að fá greitt fyrir akstur á eigin bifreiðum þurfa að skrá kílómetratölu í mæli, fyrir og eftir hvert erindi, og þeir þurfa að gera grein fyrir erindum eða tilefni hverrar ferðar. Skrifstofa Alþingis hefur ekki eftirlit með þessu að öðru leyti,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, aðspurður um fyrirkomulag og eftirlit með greiðslum til alþingismanna fyrir akstur í tengslum við störf þeirra. Alþingi endurgreiddi Ásmundi rúmar 4,6 milljónir vegna þessa aksturs á umræddu ári, eða að jafnaði um 385 þúsund á mánuði. Til samanburðar má nefna að útborguð laun meðalgrunnskólakennara eru í kringum 340 þúsund á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands. Um skattfrjálsar greiðslur er að ræða sem bætast við þingfararkaup Ásmundar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41