Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Ásmundur Friðriksson Fréttablaðið/Pjetur Þær vegalengdir sem ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði árið 2017 jafngilda því að Ásmundur hafi keyrt hringinn kringum landið á tíu daga fresti árið 2017, eða 35 sinnum. Akstur Ásmundar jafngildir því einnig að hann hafi keyrt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og aftur til baka í hverri viku á umræddu ári. Höfn er sá þéttbýlisstaður í kjördæmi Ásmundar, Suðurkjördæmi, sem er lengst frá Reykjavík. Vegalengdin milli þessara staða er 456 kílómetrar og ferðin fram og til baka er því 912 kílómetrar. Ásmundur segir kjördæmi sitt 700 kílómetra langt og að hann fái mjög margar beiðnir um að hitta fólk vítt og breitt um kjördæmið. Aðspurður segist hann fara til Hafnar í Hornafirði fjórum til átta sinnum á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er haft með því af hálfu Alþingis að færslur í akstursbækur séu réttar. „Þingmenn sem óska eftir að fá greitt fyrir akstur á eigin bifreiðum þurfa að skrá kílómetratölu í mæli, fyrir og eftir hvert erindi, og þeir þurfa að gera grein fyrir erindum eða tilefni hverrar ferðar. Skrifstofa Alþingis hefur ekki eftirlit með þessu að öðru leyti,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, aðspurður um fyrirkomulag og eftirlit með greiðslum til alþingismanna fyrir akstur í tengslum við störf þeirra. Alþingi endurgreiddi Ásmundi rúmar 4,6 milljónir vegna þessa aksturs á umræddu ári, eða að jafnaði um 385 þúsund á mánuði. Til samanburðar má nefna að útborguð laun meðalgrunnskólakennara eru í kringum 340 þúsund á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands. Um skattfrjálsar greiðslur er að ræða sem bætast við þingfararkaup Ásmundar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Þær vegalengdir sem ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði árið 2017 jafngilda því að Ásmundur hafi keyrt hringinn kringum landið á tíu daga fresti árið 2017, eða 35 sinnum. Akstur Ásmundar jafngildir því einnig að hann hafi keyrt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og aftur til baka í hverri viku á umræddu ári. Höfn er sá þéttbýlisstaður í kjördæmi Ásmundar, Suðurkjördæmi, sem er lengst frá Reykjavík. Vegalengdin milli þessara staða er 456 kílómetrar og ferðin fram og til baka er því 912 kílómetrar. Ásmundur segir kjördæmi sitt 700 kílómetra langt og að hann fái mjög margar beiðnir um að hitta fólk vítt og breitt um kjördæmið. Aðspurður segist hann fara til Hafnar í Hornafirði fjórum til átta sinnum á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er haft með því af hálfu Alþingis að færslur í akstursbækur séu réttar. „Þingmenn sem óska eftir að fá greitt fyrir akstur á eigin bifreiðum þurfa að skrá kílómetratölu í mæli, fyrir og eftir hvert erindi, og þeir þurfa að gera grein fyrir erindum eða tilefni hverrar ferðar. Skrifstofa Alþingis hefur ekki eftirlit með þessu að öðru leyti,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, aðspurður um fyrirkomulag og eftirlit með greiðslum til alþingismanna fyrir akstur í tengslum við störf þeirra. Alþingi endurgreiddi Ásmundi rúmar 4,6 milljónir vegna þessa aksturs á umræddu ári, eða að jafnaði um 385 þúsund á mánuði. Til samanburðar má nefna að útborguð laun meðalgrunnskólakennara eru í kringum 340 þúsund á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands. Um skattfrjálsar greiðslur er að ræða sem bætast við þingfararkaup Ásmundar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41