Fótbolti

Guðlaugur vann íslendingaslaginn í Sviss

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Guðlaugur Victor í landsleik gegn Kína.
Guðlaugur Victor í landsleik gegn Kína.
Íslendingaliðin í svissnesku úrvalsdeildinni, St. Gallen og FC Zurich, áttust við í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson gekk til liðs við Zurich fyrir tímabilið en Rúnar Már Sigurjónsson verður á láni hjá St. Gallen út tímabilið frá Grasshopper, sem er í sömu deild.

Voru það gestirnir í Zurich, með Guðlaug Victor Pálsson í hjarta varnarinnar, sem höfðu betur, 2-1.

Heimamenn í St. Gallen komust yfir á 42. mínútu og leiddu í hálfleik. Zurich var hins vegar sterkari í síðari hálfleik og skoruðu á 66. og 77. mínútu. Fabian Rohner og Raphael Dwamena voru þar að verki.

Guðlaugur Viktor lék allan leikinn í liði Zurich en Rúnar Már kom inná í liði St. Gallen á 82. mínútu leiksins.

Eftir leikinn eru FC Zurich í 3. sæti deildarinnar með 31 stig en St. Gallen eru í 6. sæti með 27. stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×