Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2018 23:15 Björgunarsveitir hafa aðstoðað fjölda fólks á vegum úti í dag. Vísir/Jói K. Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. „Menn hafa unnið þrekvirki í að leysa þau mál,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við Vísi. Um 300 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í dag vegna veðursins. Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Selfossi en þangað voru fluttir sex erlendir ferðamenn sem festu bíla sína í nærsveitum Selfoss. Þá hefur töluverður fjöldi fólks fest bíla sína í grennd við Reykholt og er verið að opna fjöldahjálparstöð í Aratungu.„Þar er dálítil bílalest sem er stopp, meðal annars tvær rútur. Mokstursbíll sem fór frá Selfossi þarna upp eftir varð frá af hverfa út af snjómagni. Veghefill er á leiðinni upp eftir og þá vonandi greiðist úr þessu,“ segir Oddur.Eins og sjá má er allt rautt á Suðurlandi.VegagerðinMeira og minna allir vegir ófærir Þá eru nokkrir bílar fastir upp á Lyngdalsheiði, þar á meðal ein rúta. Er verið að vinna að því að koma þeim til aðstoðar.„Snjóbíll sem fór þangað til aðstoðar missti belti þannig að það er verið að koma bæði vistum til þess fólks og aðstoð með öðrum hætti,“ segir Oddur. Reiknar hann með að um fjóra til sex tíma þurfi til þess að koma þeim sem fastir eru á þessum stöðum til byggða.„Þetta eru þau verkefni sem eru eftir núna en ég veðja á það að það verði fram eftir nóttu eitthvað svona eitt og eitt sem muni koma upp á,“ segir Oddur.Búið er að loka vegum víða á Suðurlandi vegna veðurs og segir Oddur að meira og minna séu allir vegir í Árnessýslu ófærir vegna veðurs.Lokað var fyrir umferð á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.Björgunarsveitin Kjölur„Það er mjög hvasst og mikill skafrenningur en það er ekki úrkoma. Það er fyrst og fremst skafrenningurinn sem veldur bæði blindu og þegar það stoppar bíll þá skefur að honum ansi fljótt,“ segir Oddur. Telur Oddur að stærstur hluti þeirra sem lögregla og björgunarsveitir hafi aðstoðað í dag séu erlendir ferðamenn. Flestir sé ágætlega útbúnir til vetrarfærðar en það stoði lítið þegar veðrið sé svona. „Menn eru útbúnir til vetrarfærðar en við þessar aðstæður er það nokkuð sama hvernig þú ert, ef þú ert ekki á fullútbúnum græjum og búinn til fjallferða ertu bara í veseni. Það er ekki nema einhver stoppi fyrir framan þig og þá ertu í vandræðum,“ segir Oddur.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi verður áfram opin. 10. febrúar 2018 21:06
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39