Fótbolti

Aron byrjaði í mikilvægum sigri

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Aron í leik gegn Bayer Leverkusen.
Aron í leik gegn Bayer Leverkusen.
Aron Jóhannson lék fyrstu 65 mínútur leiksins þegar að Werder Bremen hafði betur gegn Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 3-1. Með sigrinum komst Bremen þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið. 

Aron er vanur því að spila sem fremsti maður en hann lék á hægri kanti í dag. Aron er nýstiginn uppúr erfiðum meiðslum sem héldu honum frá keppni í 17. mánuði. Hann skoraði í vikunni í bikartapi gegn Bayer Leverkusen og var það fyrsta mark hans fyrir Bremen síðan í september 2016. 

Heimamenn í Bremen óðu í færum í fyrri hálfleik og leiddu verðskuldað, 2-0, þegar að liðin gengju til búningsherbergja.

Síðari hálfleikur var vart hafinn þegar að gestirnir minnkuðu muninn. Paul Verhaegh var þar að verki en hann fylgdi eftir sinni eigin vítaspyrnu með marki.

Allt leit út fyrir að Wolfsburg myndi jafna leikinn, en Florian Kainz var á öðru máli. Skoraði hann sitt annað mark á 72. mínútu og kom heimamönnum í Bremen í 3-1. 

Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og annar sigur Werder Bremen í röð því niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×