Erlent

Hraðbraut stóð í ljósum logum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrir bílar brunnu í eldinum en ökumanni eins bíls tókst að bakka undan honum og fangaði hann eldhafið með myndavél sem var á mælaborði bílsins.
Nokkrir bílar brunnu í eldinum en ökumanni eins bíls tókst að bakka undan honum og fangaði hann eldhafið með myndavél sem var á mælaborði bílsins.
Tveir eru alvarlega slasaðir eftir að tankbíll sem notaður var til þess að flytja própan fór á hliðina á hraðbraut í Kína. Própanið dreifðist um hraðbrautina og kviknaði í því. Hraðbrautin stóð í ljósum logum en enginn lét þó lífið.

Nokkrir bílar brunnu í eldinum en ökumanni eins bíls tókst að bakka undan honum og fangaði hann eldhafið með myndavél sem var á mælaborði bílsins.

Á myndbandi af eldinum má sjá hvernig minnst tveir bílar urðu eldinum að bráð en ökumönnum og farþegum þeirra tókst að komast í skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×