Batsman er þegar búinn að setja met hjá Dortmund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 22:30 Michy Batshuayi hefur slegið í gegn hjá Dortmund. Vísir/Getty Belgíski framherjinn Michy Batshuayi fékk ekki mörg tækifæri hjá Chelsea-liðinu en hann er að nýta tækifærið sitt frábærlega hjá Borussia Dortmund. Batshuayi kallar sjálfan sig „Batsman" sem vísun í ofurhetjuna „Batman" sem við þekkjum líka undir íslenska heitinu leðurblökumaðurinn. Batsman kom svo sannarlega til bjargar þegar Dortmund seldi Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal. Michy Batshuayi skoraði nú síðast tvö mörk í 3-2 sigri á Atalanta í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann hafði áður skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á móti Köln (2) og Hamburger SV (1).games goals assist@mbatshuayi is off to a flying start with Dortmund pic.twitter.com/puHbKlwnGD — B/R Football (@brfootball) February 15, 2018 Með því að skora fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Borussia Dortmund setti hann nýtt félagsmet. Engum hefur tekið að skora svo mörg mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Batshuayi hafði skorað 10 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum með Chelsea á tímabilinu eða mark á 107 mínútna fresti sem er svo sem ekkert slæmt. Hjá Dortmund hefur hann skorað mark á mark á 54 mínútna fresti. Batshuayi þurfti bara að fá tækifærið og það hefur hann sýnt og sannað í Þýskalandi. Hann hefur aðeins fengið að byrja fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea síðan að félagið keypti hann fyrir 33 milljónir punda frá Marseille árið 2016.He's back! pic.twitter.com/cYY9SFwJnp — ESPN FC (@ESPNFC) February 16, 2018 Michy Batshuayi er á láni hjá Dortmund frá Chelsea og þýska félagið hefur þegar gefið það út að það ætli að reyna að kaupa hann í sumar. Samingur Batshuayi og Chelsea rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2021 eða eftir rúm þrjú ár. Hann hefur ekkert viljað gefa upp framtíðarplön sín í viðtölum eftir leiki Dortmund. I know when that Batline bling #Googdnight pic.twitter.com/zWA0caNAXG — Michy Batshuayi (@mbatshuayi) February 6, 2018 Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi fékk ekki mörg tækifæri hjá Chelsea-liðinu en hann er að nýta tækifærið sitt frábærlega hjá Borussia Dortmund. Batshuayi kallar sjálfan sig „Batsman" sem vísun í ofurhetjuna „Batman" sem við þekkjum líka undir íslenska heitinu leðurblökumaðurinn. Batsman kom svo sannarlega til bjargar þegar Dortmund seldi Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal. Michy Batshuayi skoraði nú síðast tvö mörk í 3-2 sigri á Atalanta í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann hafði áður skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á móti Köln (2) og Hamburger SV (1).games goals assist@mbatshuayi is off to a flying start with Dortmund pic.twitter.com/puHbKlwnGD — B/R Football (@brfootball) February 15, 2018 Með því að skora fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með Borussia Dortmund setti hann nýtt félagsmet. Engum hefur tekið að skora svo mörg mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Batshuayi hafði skorað 10 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum með Chelsea á tímabilinu eða mark á 107 mínútna fresti sem er svo sem ekkert slæmt. Hjá Dortmund hefur hann skorað mark á mark á 54 mínútna fresti. Batshuayi þurfti bara að fá tækifærið og það hefur hann sýnt og sannað í Þýskalandi. Hann hefur aðeins fengið að byrja fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea síðan að félagið keypti hann fyrir 33 milljónir punda frá Marseille árið 2016.He's back! pic.twitter.com/cYY9SFwJnp — ESPN FC (@ESPNFC) February 16, 2018 Michy Batshuayi er á láni hjá Dortmund frá Chelsea og þýska félagið hefur þegar gefið það út að það ætli að reyna að kaupa hann í sumar. Samingur Batshuayi og Chelsea rennur ekki út fyrr en í lok júní árið 2021 eða eftir rúm þrjú ár. Hann hefur ekkert viljað gefa upp framtíðarplön sín í viðtölum eftir leiki Dortmund. I know when that Batline bling #Googdnight pic.twitter.com/zWA0caNAXG — Michy Batshuayi (@mbatshuayi) February 6, 2018
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira