Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2018 10:26 Íslenskir stangveiðimenn eru orðnir óþreyjufullir en þeir ætla að hittast á mikilli sýningu nú í vikunni. matt harris Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira