Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2018 10:26 Íslenskir stangveiðimenn eru orðnir óþreyjufullir en þeir ætla að hittast á mikilli sýningu nú í vikunni. matt harris Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Stangveiðimenn eru alla jafna orðnir óþreyjufullir um þetta leyti árs, að komast í vöðlurnar og fara að sveifla prikum sínum. En þeir geta stytt sér stundir með ýmsu móti þar til brestur á með veiði, eins og búa sig undir að mæta á Íslensku fluguveiðisýninguna sem haldin verður þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Gunnar Örn Petersen er í forsvari fyrir hópinn sem stendur að sýningunni og hann leggur áherslu á að um sjálfseignarstofnun sé að ræða; öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Og stuðla að umræðu þar um.Margvíslegur skaði af sjókvíaeldinuEn, hver er hún þessi umræða? Þar er efst á blaði áform um stóraukið sjókvíaeld en hluti dagskrár er málstofa þar um. „Jú, ekki hægt að segja annað en við höfum þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu sem er að vaxa svona hratt hérna heima,“ segir Gunnar Örn.Gunnar Örn með vænan hæng. Meðal þess sem rætt verður á fyrstu Íslensku fluguveiðisýningunni eru hin uggvænlegu áform um stóraukið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur.Hann segir eins og þar sé engin leið að hægja ferðina. „Já, eins og við höfum misst tökin á þessu. Þetta hefur gerst svakalega hratt og án nauðsynlegrar umræðu, samtals sem verður að eiga sér stað þegar farið er út í svona miklar aðgerðir. Sem gætu hæglega orsakað óafturkræf áhrif á lífríkið. Og svo ímynd Ísland, sem hins ósnortna lands; sem ósnortin veiðiparadís. Okkur sem erum að markaðssetja Ísland í veiðinni er þetta mikilvægt, hversu ósnortið landið er og hversu vel er um stjórnun á veiði haldið.“Þvert á veiðifélög og veiðibúðirAnnars segir Gunnar Örn að ætlunin sé að stofna vettvang fyrir stangveiðimenn að hittast, skoða græjur og ræða málin. Og um kvöldið verður svo sérleg kvikmyndahátíð, IF4, í stóra salnum í Háskólabíó. Hann telur engan vafa á því leika að þörf sé fyrir viðburð af þessu tagi. „Við viljum efla samtal milli stangveiðamanna og hittast á allsherjarhátíð. Sjáum fyrir okkur að þetta verði allsherjar samkoma stangveiðimanna á Íslandi óháð því hvort þeir eru í þessu eða hinu veiðifélaginu eða versla í hinni og þessari veiðibúðinni,“ segir Gunnar Örn. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og dagskrárliðir verða: Þátttakendur verða með kynningarbása fyrir vörur og þjónustu. Málstofa um sjókvíaeldi. Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Fluguhnýtarar sýna listir sínar. Fluguhnýtingarkeppni. IF4 kvikmyndahátíðin.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira