Vinnueftirlitið lokaði herbergjum á lungnadeild Landspítalans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 22:59 Um er að ræða erbergi á lungnadeild spítalans í Fossvogi. vísir/vilhelm Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Frá þessu er greint á vef Vinnueftirlitsins en annars vegar er um að ræða vaktherbergi 618 og lyfjaherbergi merkt 626. Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins er öll vinna bönnuð í herbergjunum þar sem líf og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin, uns búið er að gera úrbætur, en vinna má að þeim þrátt fyrir bannið. Vinnueftirlitið fór í eftirlitsheimsókn á lungnadeildina í lok janúar. Í skoðunarskýrslu er að finna lýsingu og mat á aðstæðum. Segir meðal annars að í lyfjaherbergi séu sjáanlegar rakaskemmdir auk þess sem að þar sé megn fúkkalykt. Þá var búið að brjóta gat á forskalaðan vegg þannig að hægt var að sjá rör í veggnum. Veggir virtust vera klæddir með tjörupappa að innan sem leit mun verr út í nágrenni við rörin en fjær. Gæti það verið vísbending um langvarandi leka. Hinu megin við vegginn var svo aðstaða deildarritara og vaktherbergi. Í þeim rýmum hefur fundist megn lykt öðru hverju síðan í nóvember í fyrra. Eru það fyrirmæli frá Vinnueftirlitinu að öllum starfsmönnum á lungnadeild skuli boðið að fara í heilsufarsskoðun með tilliti til áhrifa frá myglusvepp. Vinnueftirlitið veitir spítalanum frest til 28. febrúar til að tilkynna um úrbætur og útfærslur á þeim í tengslum við rakaskemmdirnar í lyfjaherberginu. Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Frá þessu er greint á vef Vinnueftirlitsins en annars vegar er um að ræða vaktherbergi 618 og lyfjaherbergi merkt 626. Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins er öll vinna bönnuð í herbergjunum þar sem líf og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin, uns búið er að gera úrbætur, en vinna má að þeim þrátt fyrir bannið. Vinnueftirlitið fór í eftirlitsheimsókn á lungnadeildina í lok janúar. Í skoðunarskýrslu er að finna lýsingu og mat á aðstæðum. Segir meðal annars að í lyfjaherbergi séu sjáanlegar rakaskemmdir auk þess sem að þar sé megn fúkkalykt. Þá var búið að brjóta gat á forskalaðan vegg þannig að hægt var að sjá rör í veggnum. Veggir virtust vera klæddir með tjörupappa að innan sem leit mun verr út í nágrenni við rörin en fjær. Gæti það verið vísbending um langvarandi leka. Hinu megin við vegginn var svo aðstaða deildarritara og vaktherbergi. Í þeim rýmum hefur fundist megn lykt öðru hverju síðan í nóvember í fyrra. Eru það fyrirmæli frá Vinnueftirlitinu að öllum starfsmönnum á lungnadeild skuli boðið að fara í heilsufarsskoðun með tilliti til áhrifa frá myglusvepp. Vinnueftirlitið veitir spítalanum frest til 28. febrúar til að tilkynna um úrbætur og útfærslur á þeim í tengslum við rakaskemmdirnar í lyfjaherberginu.
Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira