Matthías fær samkeppni frá tveimur landsliðsframherjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 17:00 Matthías Vilhjálmsson. Vísir/Getty Matthías Vilhjálmsson stóð sig frábærlega með Rosenborg á síðustu leiktíð en nú verður enn erfiðara fyrir íslenska framherjann að fá mínútur hjá norsku meisturunum á komandi tímabili þegar Matthías kemur til baka eftir krossbandaslitið. Samkeppni jókst nefnilega til mikilla muna í gær þegar Rosenborg keypti norska landsliðsframherjann Alexander Söderlund frá Saint-Etienne. Fyrir er danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner. Alexander Söderlund skrifaði undir þriggja ára samning við Rosenborg. „Það er ótrúlega gott að koma til baka. Nú hlakka ég aftur til að fara á æfingar,“ sagði Söderlund við heimasíðu Rosenborg. „Ég hef heyrt að Nicklas sé mjög góður gaur og ég hlakka til að hitta hann á æfingum og spila með hinum,“ sagði Söderlund en hann minntist samt ekkert á Matthías. Matthías hefur sjálfur sett stefnuna að koma til baka um mitt sumar.#velkommenhjemhttps://t.co/hHVwhMQ603pic.twitter.com/8qgkwcG3xf — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) February 1, 2018 Alexander Söderlund skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Lars Lagerback í 1-1 jafntefli á móti Tékkum í undankeppni HM í júní síðastliðnum en Bendtner hefur skorað 30 mörk fyrir danska landsliðið og það síðasta kom þegar Danir tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Söderlund er að koma aftur til Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum frá 2013 til 2015. Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg frá Start á miðju sumri 2015 og lék fyrsta hálfa tímabilið með Söderlund. Þeir höfðu einnig leikið saman hjá FH sumarið 2009. Matthías meiddist á hné í ágústlok á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 15 mörk í 23 deildar- og bikarleikjum fram að því. Hann var þá markahæsti leikmaður Rosenborg en eftir að íslenski framherjinn meiddist þá fór Nicklas Bendtner í gang. Nicklas Bendtner skoraði 10 mörk í síðustu 10 deildarleikjum tímabilsins og endaði sem markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson stóð sig frábærlega með Rosenborg á síðustu leiktíð en nú verður enn erfiðara fyrir íslenska framherjann að fá mínútur hjá norsku meisturunum á komandi tímabili þegar Matthías kemur til baka eftir krossbandaslitið. Samkeppni jókst nefnilega til mikilla muna í gær þegar Rosenborg keypti norska landsliðsframherjann Alexander Söderlund frá Saint-Etienne. Fyrir er danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner. Alexander Söderlund skrifaði undir þriggja ára samning við Rosenborg. „Það er ótrúlega gott að koma til baka. Nú hlakka ég aftur til að fara á æfingar,“ sagði Söderlund við heimasíðu Rosenborg. „Ég hef heyrt að Nicklas sé mjög góður gaur og ég hlakka til að hitta hann á æfingum og spila með hinum,“ sagði Söderlund en hann minntist samt ekkert á Matthías. Matthías hefur sjálfur sett stefnuna að koma til baka um mitt sumar.#velkommenhjemhttps://t.co/hHVwhMQ603pic.twitter.com/8qgkwcG3xf — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) February 1, 2018 Alexander Söderlund skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Lars Lagerback í 1-1 jafntefli á móti Tékkum í undankeppni HM í júní síðastliðnum en Bendtner hefur skorað 30 mörk fyrir danska landsliðið og það síðasta kom þegar Danir tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Söderlund er að koma aftur til Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum frá 2013 til 2015. Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg frá Start á miðju sumri 2015 og lék fyrsta hálfa tímabilið með Söderlund. Þeir höfðu einnig leikið saman hjá FH sumarið 2009. Matthías meiddist á hné í ágústlok á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 15 mörk í 23 deildar- og bikarleikjum fram að því. Hann var þá markahæsti leikmaður Rosenborg en eftir að íslenski framherjinn meiddist þá fór Nicklas Bendtner í gang. Nicklas Bendtner skoraði 10 mörk í síðustu 10 deildarleikjum tímabilsins og endaði sem markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira