Jóhann Berg tryggði Burnley jafntefli gegn Man City

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði jöfnunarmark Burnley
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði jöfnunarmark Burnley vísir/getty
Topplið Man City heimsótti Turf Moor í fyrsta leik dagsins í enska boltanum og var íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson á sínum stað í byrjunarliði Burnley.

Brasilíski varnarmaðurinn Danilo kom Man City yfir í fyrri hálfleik með glæsilegu skoti utan teigs sem Nick Pope réði ekki við.

Þannig hélst staðan allt þar til á 83.mínútu þegar Jóhann Berg var réttur maður á réttum stað á fjærstönginni og skoraði eftir fyrirgjöf Matt Lowton. Enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker steinsofandi í varnarleiknum og það færði Jóhann Berg sér í nyt.

Burnley situr í sjöunda sæti deildarinnar með 36 stig en Man City er eftir sem áður langefst, nú með sextán stiga forystu á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira