Newcastle slapp með stig frá Selhurst Park

Lánsmennirnir Fosu-Mensah og Kenedy berjast á Selhurst Park.
Lánsmennirnir Fosu-Mensah og Kenedy berjast á Selhurst Park. vísir/getty
Newcastle og Crystal Palace skyldu jöfn 1-1 í fyrri leik dagsins í enska boltanum á Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, en heimamenn fengu fjölmörg færi til að skora en náðu ekki að nýta sér þau.

Mohamed Diame kom Newcastle yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar boltinn féll til hans á fjærstöng eftir hornspyrnu og stýrði hann boltanum í netið af stuttu færi.

Luka Milivojevic jafnaði metin af vítapunktinum á 55. mínútu leiksins eftir að brotið var á Christian Benteke í vítateignum en það reyndist síðasta mark leiksins.

Þrátt fyrir að heimamenn með Wilfried Zaha og Benteke fremsta í flokki fengju aragrúa af færum til að bæta við náðu þeir ekki að koma boltanum framhjá Karl Darlow.

Stigið kom Newcastle upp í 16. sæti deildarinnar með 25 stig en Crystal Palace er í 14. sæti með 27 stig þegar bæði lið eru búin að leika 26 leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira