Frítt í Safnanæturvagna Strætó í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 15:30 Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Vísir Hin árlega Safnanótt er haldin í dag, föstudaginn 2. Febrúar en hún er hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Eins og síðustu ár, þá mun Strætó aka fjórum sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Frítt verður í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:30-23:00. Strætóarnir verða merktir leiðum A, B og C og munu þeir aka á 20 mínúta fresti frá Kjarvalsstöðum. (Leið D fer aðeins eina ferð frá Kjarvalsstöðum og á Gljúfrastein klukkan 19:50.)Hér má finna akstursleiðir vagnanna.Tímatöflur má sjá í PDF-skjali sem hangir neðst við fréttina. „Það var frábær stemning í fyrra og við búumst við góðum anda þetta árið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Þetta árið verða til dæmis ýmsar uppákomur á leið A yfir kvöldið, þar á meðal: Hljómsveitin Eva; Jón Svavar, léttur óperusöngvari; Kósí djassfílingur með Ásgeiri Ásgeirssyni og Hauki Gröndal og Kvennagrínhljómsveitin Bergmál.Merktur vagn í samstarfi við Listasafn Íslands Á Safnanótt mun Listasafn Íslands einnig opna sérstaka sýningu sem ber heitið: Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa verið sá fyrsti til að teikna þekktar íslenskar þjóðsögur og verða þau verk til sýnis á þessari sýningu. Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi.Vísir Dagskrá Safnakvöldsins Safnahúsið Hverfisgötu: 19.00 – Ljóslistaverk á Safnahúsið 19.00 – 19.50 - Nemendur í klassíska listdansskólanum dansa fyrir gesti um sýningarrými Safnahússins. 20.00 – 21.00 - Sérfræðingar frá öllum stofnunum sem eiga verk í Safnahúsinu spjalla við gesti. 21.00 – 21.30 - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram Þjóðminjasafn, Suðurgötu 19.00 – 20.00 - Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til 18.00 - 19.30 - Siglt eftir stjörnunum – Stjörnu-Sævar kennir börnum að búa til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. 20.00 – 20.45 - Upplestur rithöfunda Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona stýrir upplestri. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Kristín Eiríksdóttir hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sín Elín, ýmislegt.Nánari upplýsingar má finna hér. Menning Vetrarhátíð Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Hin árlega Safnanótt er haldin í dag, föstudaginn 2. Febrúar en hún er hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Eins og síðustu ár, þá mun Strætó aka fjórum sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Frítt verður í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:30-23:00. Strætóarnir verða merktir leiðum A, B og C og munu þeir aka á 20 mínúta fresti frá Kjarvalsstöðum. (Leið D fer aðeins eina ferð frá Kjarvalsstöðum og á Gljúfrastein klukkan 19:50.)Hér má finna akstursleiðir vagnanna.Tímatöflur má sjá í PDF-skjali sem hangir neðst við fréttina. „Það var frábær stemning í fyrra og við búumst við góðum anda þetta árið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Þetta árið verða til dæmis ýmsar uppákomur á leið A yfir kvöldið, þar á meðal: Hljómsveitin Eva; Jón Svavar, léttur óperusöngvari; Kósí djassfílingur með Ásgeiri Ásgeirssyni og Hauki Gröndal og Kvennagrínhljómsveitin Bergmál.Merktur vagn í samstarfi við Listasafn Íslands Á Safnanótt mun Listasafn Íslands einnig opna sérstaka sýningu sem ber heitið: Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa verið sá fyrsti til að teikna þekktar íslenskar þjóðsögur og verða þau verk til sýnis á þessari sýningu. Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi.Vísir Dagskrá Safnakvöldsins Safnahúsið Hverfisgötu: 19.00 – Ljóslistaverk á Safnahúsið 19.00 – 19.50 - Nemendur í klassíska listdansskólanum dansa fyrir gesti um sýningarrými Safnahússins. 20.00 – 21.00 - Sérfræðingar frá öllum stofnunum sem eiga verk í Safnahúsinu spjalla við gesti. 21.00 – 21.30 - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram Þjóðminjasafn, Suðurgötu 19.00 – 20.00 - Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til 18.00 - 19.30 - Siglt eftir stjörnunum – Stjörnu-Sævar kennir börnum að búa til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. 20.00 – 20.45 - Upplestur rithöfunda Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona stýrir upplestri. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Kristín Eiríksdóttir hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sín Elín, ýmislegt.Nánari upplýsingar má finna hér.
Menning Vetrarhátíð Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira