Skýrsla um geðheilbrigðismál: Betri þjónusta tryggð með auknu samstarfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 12:00 María Einisdóttirframkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. Vísir/Valli Byggja á upp geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum, efla forvarnir og fjölga búsetuúrræðum um allt land. Þetta eru verkefni sem sett voru í forgang af hundrað manna stefnumótunarfundi um geðheilbrigðismál á Íslandi. Fundinn sóttu aðilar frá sveitarfélögum, hagsmunasamtökum, ríkisstofnunum og öðrum sem koma að geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fundurinn var haldinn í september og nú er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum fundarins. Ákveðin verkefni voru sett í forgang og segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. „Það var eiginlega niðurstaða fundarins að með því að auka samvinnu þá erum við að tryggja miklu betri þjónustu,“ segir María Einisdóttir. Þau verkefni sem stefnt er að á næstu mánuðum er að virkja heilsugæslustöðvar betur, fjölga fagfólki á Landspítala, geðræktarstarf í skólum og tryggja búsetuúrræði á vegum sveitarfélaga um allt land.Álag kalli á aukið samstarf Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir aukið álag í þessum málaflokki sem kalli á aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Af því að þetta er málaflokkur sem á við heilbrigðisvanda að stríða. Við þurfum að leysa það ekki einungis húsnæðislega séð heldur líka meðferðarþáttinn. Þarf að vera gott samstarf þarna á milli,“ segir Sigþrúður Erla og bendir á að samtalið sé mikilvægast en fjármagn þurfi einnig að fylgja með. Í skýrslu frá samráðsfundinum kemur einmitt fram að til næstu tveggja ára þurfi að veita auknu fjármagni í geðheilbrigðisþjónustu, hækka laun heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að gjaldfrálsri geðheilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Byggja á upp geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum, efla forvarnir og fjölga búsetuúrræðum um allt land. Þetta eru verkefni sem sett voru í forgang af hundrað manna stefnumótunarfundi um geðheilbrigðismál á Íslandi. Fundinn sóttu aðilar frá sveitarfélögum, hagsmunasamtökum, ríkisstofnunum og öðrum sem koma að geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fundurinn var haldinn í september og nú er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum fundarins. Ákveðin verkefni voru sett í forgang og segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. „Það var eiginlega niðurstaða fundarins að með því að auka samvinnu þá erum við að tryggja miklu betri þjónustu,“ segir María Einisdóttir. Þau verkefni sem stefnt er að á næstu mánuðum er að virkja heilsugæslustöðvar betur, fjölga fagfólki á Landspítala, geðræktarstarf í skólum og tryggja búsetuúrræði á vegum sveitarfélaga um allt land.Álag kalli á aukið samstarf Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir aukið álag í þessum málaflokki sem kalli á aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Af því að þetta er málaflokkur sem á við heilbrigðisvanda að stríða. Við þurfum að leysa það ekki einungis húsnæðislega séð heldur líka meðferðarþáttinn. Þarf að vera gott samstarf þarna á milli,“ segir Sigþrúður Erla og bendir á að samtalið sé mikilvægast en fjármagn þurfi einnig að fylgja með. Í skýrslu frá samráðsfundinum kemur einmitt fram að til næstu tveggja ára þurfi að veita auknu fjármagni í geðheilbrigðisþjónustu, hækka laun heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að gjaldfrálsri geðheilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira