„Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2018 13:45 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig. Veður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, virðist ekki hafa verið sátt við hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í umferðinni í höfuðborginni í morgun. Greip hún til samfélagsmiðla og sendi skilaboð til borgarbúa frá landsbyggðinni. Þórdís er uppalin á Akranesi og ættuð af Vestfjörðum. „Hvenær hættu höfuðborgarbúar að kunna að keyra í smá snjó? Kveðja landsbyggðin.“ Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild lögreglu, segir mikið til í orðum ráðherra um að íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunni ekki að keyra. Þar skorti fyrst og fremst jafnvægi í hugsun og þolinmæði. „Fólk fer tram úr sér, fer svolítið geyst og endar á því að lenda í vandræðum,“ segir Ómar Smári. Nokkuð hafi verið um minniháttaróhöpp í morgun en ekki sé vitað til þess að nokkur slys hafi orðið á fólki. „Þetta gengur vel, hægt um tíma en gengur alveg,“ segir Ómar og minnir á álagstoppana að morgni dags og síðdegis, þegar meirihlutinn heldur í og úr vinnu.Ferðamenn á gangi við Hörpu í snjónum í gær.Vísir/HannaSnjó kyngdi niður á suðvesturhorninu í gær og höfðu veðurfræðingar minnt fólk á að gefa sér nokkrar aukamínútur í morgunumferðinni. Ómar segir að einhverjir ljósastaurar hafi fengið að kenna á ökutækjum í borginni. Það sé einn og einn sem skemmi fyrir heildinni. Þessir sem vilji gera hlutina öðruvísi, aka hraðar en hinir og skapa svo vandræði. Aðspurður hvort fjöldi bíla á höfuðborgarsvæðinu sé einfaldlega of mikill segir Ómar það vissulega vera, en það sé efni í aðra umræðu sem snúi að fjölda bíla og gatnakerfinu. „Það er efni í aðra frétt.“ Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um borg og borgarlíf, bendir Þórdísi á að í mörgum borgum sé fólki ráðlagt að vinna að heiman á snjóþungum dögum svo lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið eigi auðveldara með að komast leiðar sinnar.Gísli Marteinn Baldursson hefur mikinn áhuga á samgöngum og borgarmálum.„Í Boston var hreinlega bannað að keyra suma daga. Þeir eru samt vanari miklum snjó en Akurnesingar,“ segir Gísli léttur. Þá grípur Sverrir Bollason tækifærið og deilir myndbandi með Þórdísi sem sýnir tilraun sem gerð var í Japan fyrir nokkrum árum. Myndbandið á að sýna hvaða áhrif breytilegur hraði bíla í umferðinni hefur á hversu vel umferðin gengur fyrir sig.
Veður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira