Prjónuðu bangsarnir veita börnum huggun í erfiðum aðstæðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:15 Arndís Hilmarsdóttir og Brynja Bjarnadóttir afhentu 82 nýja bangsa fyrir jólin. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira