Skemmtilegir og furðulegir fyrstu mánuðir hjá Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2018 09:30 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty „Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög skemmtilegir og mjög furðulegir. Það hefur mikið gengið á hjá liðinu. Okkur hefur gengið illa, sérstaklega fyrir áramót. Þetta er öðruvísi,“ segir Fanndís Friðriksdóttir þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar . Hún gat ekki tekið þátt í æfingu Marseille-liðsins í gær og óvíst er með þátttöku hennar í leiknum gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna meiðsla í nára. Þegar tímabilið er rúmlega hálfnað vermir Marseille botnsæti frönsku deildarinnar. Það hefur þó rofað til að undanförnu. Eftir að hafa tapað átta af fyrstu 11 leikjum sínum og gert þrjú jafntefli hefur Marseille unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Marseille er ekki fyrsta erlenda liðið sem Fanndís spilar með en hún lék um tíma með Kolbotn og Arna-Bjørnar í Noregi. Hún segir að fótboltinn í Frakklandi sé allt öðruvísi en í Noregi og á Íslandi. „Þær eru miklu betri í fótbolta hérna og líkamlegt ásigkomulag er betra. Það er spilaður öðruvísi fótbolti hérna,“ segir Fanndís. Að hennar sögn er aðstaðan hjá Marseille ágæt.Vísir/Getty „Eins og ég hef sagt 100 sinnum áður kem ég úr Breiðabliki þar sem aðstaðan er upp á 10,5. Hérna æfum við og spilum á gervigrasi. Við erum með okkar völl. Aðstaðan er eins venjuleg og hún gerist; ekkert meiri háttar en ekkert hræðileg.“ Fanndís viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að venjast lífinu á nýjum stað. Þá sé tungumálið þröskuldur sem þarf að yfirstíga. „Þetta er allt öðruvísi. Þegar maður talar ekki tungumálið er erfitt að reyna að tengjast leikmönnum og öðrum,“ segir Fanndís. Hún segir frönskukunnáttu sína takmarkaða. „Ég kann að telja upp á 10 og segja góðan daginn. Ég er í frönskuskóla einu sinni í viku. Þetta mjakast áfram en ég held að ég sé aldrei að fara að tala frönsku nema ég verði hérna lengi,“ segir Fanndís en enskukunnátta samherja hennar er misjöfn og því þarf oft að grípa til einhvers konar táknmáls.Vísir/Getty Samningur Fanndísar við Marseille rennur út eftir tímabilið. Hún segir óvíst hvað tekur við hjá henni eftir það. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Við erum í bullandi fallbaráttu en það er stutt upp í öruggu sætin. Það fer allt eftir því hvernig gengur,“ segir Fanndís. En langar hana að vera áfram úti í atvinnumennsku? „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það. Ég reyni bara að standa mig hérna. Ég gæti komið heim, farið í aðra deild eða verið áfram hérna,“ segir Fanndís sem kveðst mátulega sátt við eigin frammistöðu á tímabilinu. „Það tók mig mjög langan tíma að komast inn í hlutina hérna. Ég er ánægð að vissu leyti. Ég er búin að tengjast leikmönnunum betur. Það tók lengri tíma en ég hélt, m.a. út af tjáskiptaörðugleikum,“ segir Fanndís sem hefur leikið 12 deildarleiki með Marseille og skorað eitt mark.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira