Aguero með fjögur í sigri City

Dagur Lárusson skrifar
Aguero fagnar fjórða marki sínu.
Aguero fagnar fjórða marki sínu. vísir/getty
Sergio Aguero gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í sigri Manchester City á Leicester í kvöld en með sigrinum komst Manchester City í 72 stig.

Manchester City byrjaði leikinn með miklum krafti og náði forystunni strax á 3. mínútu með marki frá Raheem Sterling en það var Kevin De Bruyne sem átti stoðsendinguna.

Eftir það sótti City stanslaust og allt stefndi í það að staðan yrði 2-0 en þá gerði Otamendi hræðileg mistök í vörn City og gaf boltann á Jamie Vardy sem þakkaði pent fyrir sig og skoraði framhjá Ederson í markinu og var staðan 1-1 í hálfleik.

Pep Guardiola sendi sína menn dýrvitlausa í seinni hálfleikinn og það skilaði sér því eftir aðeins nokkra mínútna leik var Sergio Aguero búinn að koma City yfir á nýjan leik og aftur var það De Bruyne sem var með stoðsendinguna.

Sergio Aguero sætti sig ekki við þetta eina mark heldur skoraði þrjú mörk til viðbótar og var fjórða mark hans glæsilegt.

Lokatölur leiksins voru 5-1 en eftir leikinn er Leicester City í 8. sæti með 35 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira