Innlent

Handtekinn við heimkomu frá Malaga grunaður um meiriháttar fíkniefnainnflutning

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Íslenskur karlmaður var handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni í fyrradag grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi.
Íslenskur karlmaður var handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni í fyrradag grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi.
Íslenskur karlmaður var handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni í fyrradag grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er maðurinn grunaður um aðild að innflutningi þeirra efna sem falin voru í sendingu merktri Skáksambandi Íslands. Tveir menn voru settir í gæsluvarðhaldi vegna þess máls 9. janúar. Annar þeirra var látinn laus í vikunni.

Samkvæmt heimildum blaðsins var þessi sami maður handtekinn á Spáni í síðustu viku vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra fyrir viku.




Tengdar fréttir

Fíkniefnin í stórum skákmunum

Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×