Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 12:15 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53
Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00
Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00