Langþreytt á þrengslum, aðstöðuleysi og heilsuspillandi húsnæði Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 20:00 Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00
Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27