Óvenju margir greindust með lifrarbólgu A á liðnu ári Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 12:30 Þá var einkum aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Vísir/Vilhelm Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þrjú mislingatilfelli komu upp á Íslandi og iðrasýkingar voru sérlega áberandi á síðasta ári. Einkum var aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Á fjórða tug einstaklinga greindust með sárasótt og yfir hundrað manns með lekanda. Fjöldi klamydíutilfella og HIV - sýkingar var svipaður og árið á undan. Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu og var meðalaldur hinna sýktu 35 ár. Af þeim voru þrjár konur og tveir af hverjum þremur voru af erlendu bergi brotnir. Einnig greindust óvenju margir með lifrarbólgu A á árinu 2017 eða fimm einstaklingar en síðustu fjögur ár á undan höfðu engin tilfelli komið upp. Flest tilfellin tengdust lifrarbólgu A faraldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá þremur mislingatilfellum hér á landi í fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þar er um að ræða níu mánaða tvíburabræður en annar þeirra smitaðist í Taílandi og smitaði svo bróður sinn, og fullorðinn karlmann, sem smitaðist í Bangladesh. Mislingatilfellin eru sögð endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum og skorti á bólusetningum erlendis. Fjallað er sérstaklega um iðrasýkingar í fréttabréfinu enda hafi þær verið áberandi á árinu 2017. Þar er nefnd hópsýking af völdum nóróveiru meðal skáta í ágúst. Seinna í sama mánuði braust út hópsýking meðal 130 starfsmanna grunnskóla sem rekja má til óhreinsaðs blaðsalats í mötuneytinu. Og um miðjan nóvemer hófst hópsýking meðal fimmtíu starfsmanna alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar í Reykjavík en rannsóknir leiddu ekkert markvert í ljós sem skýrt gæti hópsýkinguna. Heilbrigðismál Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þrjú mislingatilfelli komu upp á Íslandi og iðrasýkingar voru sérlega áberandi á síðasta ári. Einkum var aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Á fjórða tug einstaklinga greindust með sárasótt og yfir hundrað manns með lekanda. Fjöldi klamydíutilfella og HIV - sýkingar var svipaður og árið á undan. Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu og var meðalaldur hinna sýktu 35 ár. Af þeim voru þrjár konur og tveir af hverjum þremur voru af erlendu bergi brotnir. Einnig greindust óvenju margir með lifrarbólgu A á árinu 2017 eða fimm einstaklingar en síðustu fjögur ár á undan höfðu engin tilfelli komið upp. Flest tilfellin tengdust lifrarbólgu A faraldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá þremur mislingatilfellum hér á landi í fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þar er um að ræða níu mánaða tvíburabræður en annar þeirra smitaðist í Taílandi og smitaði svo bróður sinn, og fullorðinn karlmann, sem smitaðist í Bangladesh. Mislingatilfellin eru sögð endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum og skorti á bólusetningum erlendis. Fjallað er sérstaklega um iðrasýkingar í fréttabréfinu enda hafi þær verið áberandi á árinu 2017. Þar er nefnd hópsýking af völdum nóróveiru meðal skáta í ágúst. Seinna í sama mánuði braust út hópsýking meðal 130 starfsmanna grunnskóla sem rekja má til óhreinsaðs blaðsalats í mötuneytinu. Og um miðjan nóvemer hófst hópsýking meðal fimmtíu starfsmanna alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar í Reykjavík en rannsóknir leiddu ekkert markvert í ljós sem skýrt gæti hópsýkinguna.
Heilbrigðismál Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira