Vegum lokað víða um land vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 22:09 Gul viðvörun er nú í gildi á nánast landinu öllu meðan vetrarveður gengur yfir með tilheyrandi ofankomu og skafrenningi. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum. Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir á Norðurlandi, þær Týr, Súlur og Ægir, aðstoða nú ökumenn sem sitja fastir í bílum sínum í Víkurskarði en tugir bílar festust þar í kvöld vegna veðurs og ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður skarðið ekki opnað aftur í kvöld en því var lokað upp úr klukkan sex vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Magnús Björnsson í aðgerðastjórn hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri segir að um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn komi að verkefninu. Aðallega sé um að ræða fasta bíla en einhver ofankoma og skafrenningur er í skarðinu svo það skefur fljótt að bílunum. Farið er að síga á seinni hlutann í aðgerðum björgunarsveita og lögreglu í Víkurskarði en þeim er ekki alveg lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ökumenn víðar á Norðurlandi hafa lent í vandræðum í kvöld vegna veðurs. Þannig segir á vef Morgunblaðsins að björgunarsveitin á Þórshöfn hafi verið kölluð út vegna ökumanna sem lentu í vandræðum.Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir vegna veðurs: Fróðárheiði, Fjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúli, Vatnsskarð eystra, Hófaskarð, Kleifaheiði, Víkurskarð, Víðidalur og Miðfjörður.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum. Skafrenningur er á fjallvegum og óveður undir Eyjafjöllum. Þæfingur er á Mosfellsheiði og óveður undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Éljagangur og snjókoma er á Snæfellsnesi. Lokað er um Fróðárheiði.Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Þröskuldum og á Svínadal en þungfært er á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er í Skagafirði, þungfært á Öxnadalsheiði og þæfingur frá Siglufirði og yfir í Fljót. Lokað er um Víkurskarð, Dettifossveg og í Víðidal í Húnavatnssýslu.Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur er á Öxi en lokað er um Hófaskarð og Vatnsskarð eystra.Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Óveður er í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum.
Veður Tengdar fréttir Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
Veginum um Víkurskarð lokað vegna umferðaróhapps Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra er er slæmt skyggni í skarðinu og færð tekin að spillast verulega. 22. janúar 2018 19:49
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent