„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2018 10:53 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira