Innlent

Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu

Aðalheiður Ámundadóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Karlmaður á fertugsaldri er ekki lengur í haldi lögreglunnar í Malaga.
Karlmaður á fertugsaldri er ekki lengur í haldi lögreglunnar í Malaga. Wiki Commons
Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, staðfesti á fimmtudag að íslenskur karlmaður hafi verið hnepptur í gæsluvarðhald í Malaga vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot. Þá herma heimildir að konan hafi ekki fallið fram af svölum, eins og greint var frá í gær, heldur á milli hæða innanhúss. Konan sé komin til meðvitundar en sé enn á spítala. Batahorfur eru sagðar betri en talið var í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×