Í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 21:11 Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. Vísir/GVA Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti. Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti.
Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira