Í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 21:11 Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. Vísir/GVA Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti. Dómsmál Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti.
Dómsmál Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira