Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Vísir/eyþór „Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
„Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08