Deilan um vinnubúðir álversins fer fyrir dóm Haraldur Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Vinnubúðirnar á Reyðarfirði voru tvö þúsund manna þorp. Fréttablaðið/Vilhelm Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira