Zeman líklegastur til að vinna tékknesku forsetakosningarnar Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2018 10:32 Milos Zeman forseti og helsti keppinautur hans, Jiri Drahos. Vísir/AFP Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun til að kjósa sér forseta. Kannanir benda til að líklegt sé að núverandi forseti, Milos Zeman, muni bera sigur úr býtum. Ólíklegt þykir að hann nái hreinum meirihluta í fyrri umferð kosninganna og þurfi því að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið verður á milli tveggja efstu úr þeirri fyrri. Alls eru níu manns í framboði. Helsti keppinautur hins 73 ára fyrrverandi kommúnista, Zeman, er Jiri Drahos, óháður frambjóðandi og efnafræðingur sem áður gegndi stöðu forseta tékknesku vísindaakademíunnar.Talar fyrir harðri innflytjendastefnu Zeman tók við forsetaembættinu árið 2013 og hefur hann í kosningabaráttunni talað fyrir harðri innflytjendastefnu og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Tékklands í Evrópusambandinu. Sjálfur styður hann þó aðild landsins að sambandinu. Orðræða Zeman þykir svipa til fjölda leiðtoga í öðrum austurevrópskum ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Hann hefur verið harðorður í garð múslima og kallað straum flóttafólks til álfunnar sem „skipulagða innrás“ inn í Evrópu og að „ómögulegt“ sé fyrir múslima að aðlagast.Nýtur stuðnings Babis Zeman nýtur stuðnings forsætisráðherrans Andrej Babis sem hefur kallað Zeman „eina merkustu persónu“ sem hafi komið fram frá falli kommúnismans árið 1989. Babis tók við sínu embætti í lok síðasta árs. Komi til síðari umferðar fer hún fram dagana 26. og 27. janúar. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun til að kjósa sér forseta. Kannanir benda til að líklegt sé að núverandi forseti, Milos Zeman, muni bera sigur úr býtum. Ólíklegt þykir að hann nái hreinum meirihluta í fyrri umferð kosninganna og þurfi því að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið verður á milli tveggja efstu úr þeirri fyrri. Alls eru níu manns í framboði. Helsti keppinautur hins 73 ára fyrrverandi kommúnista, Zeman, er Jiri Drahos, óháður frambjóðandi og efnafræðingur sem áður gegndi stöðu forseta tékknesku vísindaakademíunnar.Talar fyrir harðri innflytjendastefnu Zeman tók við forsetaembættinu árið 2013 og hefur hann í kosningabaráttunni talað fyrir harðri innflytjendastefnu og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Tékklands í Evrópusambandinu. Sjálfur styður hann þó aðild landsins að sambandinu. Orðræða Zeman þykir svipa til fjölda leiðtoga í öðrum austurevrópskum ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Hann hefur verið harðorður í garð múslima og kallað straum flóttafólks til álfunnar sem „skipulagða innrás“ inn í Evrópu og að „ómögulegt“ sé fyrir múslima að aðlagast.Nýtur stuðnings Babis Zeman nýtur stuðnings forsætisráðherrans Andrej Babis sem hefur kallað Zeman „eina merkustu persónu“ sem hafi komið fram frá falli kommúnismans árið 1989. Babis tók við sínu embætti í lok síðasta árs. Komi til síðari umferðar fer hún fram dagana 26. og 27. janúar.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira