Vetrarfærð í kortunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2018 14:10 Gula viðvörunin gildir til miðnætti á sunnudag. Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í kvöld til miðnættis á morgun. Búast má við að færð á heiðum spillist. „Það er búið að ganga á með éljum og skúrum til skiptist í morgun en þetta verður slydda og snjókoma í kvöld og éljagangur í nótt og á morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir talsverðri slyddu eð snjókomu um tíma með takmörkuðu skyggni, þ.a. færð gæti spillst, einkum í efri byggðum og á það einkum við Breiðholt, Norðlingaholt og Grafarholtið. „Á þessu svæði verða kannski einhverjir sentimetrar af snjó á morgun en ekkert til þess að hafa áhyggjur af,“ segir veðurfræðingur. Á Suðurlandi og á Faxaflóa má gera ráð fyrir að skyggni á heiðum geti verið mjög lítið og færð þar spillst, svo sem á Hellisheiði og á Mosfellsheðið. Gert er ráð fyrir 15-23 m/s sunnan eða suðvestan vindátt með snjókomu eða éljagangi á þessu svæði.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðvestan 10-18 m/s og élja- eða skúahryðjur, en léttskýjað NA-lands. Hvessir seinni partinn, 15-23 og rigning eða slydda á S-verðu landinu í kvöld, en snjókoma í uppsveitum. Hvessir einnig talsvert og snjóar um tíma N-til eftir miðnætti. Hiti 0 til 5 stig. Snýst í suðvestan 13-23 með éljagangi upp úr miðnætti, fyrst V-lands. Heldur hægari og léttir víða til NA-til á morgun. Vægt frost víðast hvar.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Norðan- og norðvestan 13-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Éljagangur, en rofar smám saman til á S-verðu landinu. Frost 1 til 12 stig, minnst syðst.Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Norðlægar áttir og snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra. Áfram kalt í veðri, en minnkandi frost undir helgi. Veður Tengdar fréttir Veðurhorfur á landinu: Hver gráða skiptir máli Búast má við strekkings sunnan átt með éljum sunnan og vestantil á landinu í dag. Það hvessir með kvöldinu og reikna má með að úrkoma verði nær samfelld í dag. 13. janúar 2018 08:03 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í kvöld til miðnættis á morgun. Búast má við að færð á heiðum spillist. „Það er búið að ganga á með éljum og skúrum til skiptist í morgun en þetta verður slydda og snjókoma í kvöld og éljagangur í nótt og á morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir talsverðri slyddu eð snjókomu um tíma með takmörkuðu skyggni, þ.a. færð gæti spillst, einkum í efri byggðum og á það einkum við Breiðholt, Norðlingaholt og Grafarholtið. „Á þessu svæði verða kannski einhverjir sentimetrar af snjó á morgun en ekkert til þess að hafa áhyggjur af,“ segir veðurfræðingur. Á Suðurlandi og á Faxaflóa má gera ráð fyrir að skyggni á heiðum geti verið mjög lítið og færð þar spillst, svo sem á Hellisheiði og á Mosfellsheðið. Gert er ráð fyrir 15-23 m/s sunnan eða suðvestan vindátt með snjókomu eða éljagangi á þessu svæði.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðvestan 10-18 m/s og élja- eða skúahryðjur, en léttskýjað NA-lands. Hvessir seinni partinn, 15-23 og rigning eða slydda á S-verðu landinu í kvöld, en snjókoma í uppsveitum. Hvessir einnig talsvert og snjóar um tíma N-til eftir miðnætti. Hiti 0 til 5 stig. Snýst í suðvestan 13-23 með éljagangi upp úr miðnætti, fyrst V-lands. Heldur hægari og léttir víða til NA-til á morgun. Vægt frost víðast hvar.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Norðan- og norðvestan 13-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Éljagangur, en rofar smám saman til á S-verðu landinu. Frost 1 til 12 stig, minnst syðst.Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Norðlægar áttir og snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra. Áfram kalt í veðri, en minnkandi frost undir helgi.
Veður Tengdar fréttir Veðurhorfur á landinu: Hver gráða skiptir máli Búast má við strekkings sunnan átt með éljum sunnan og vestantil á landinu í dag. Það hvessir með kvöldinu og reikna má með að úrkoma verði nær samfelld í dag. 13. janúar 2018 08:03 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Veðurhorfur á landinu: Hver gráða skiptir máli Búast má við strekkings sunnan átt með éljum sunnan og vestantil á landinu í dag. Það hvessir með kvöldinu og reikna má með að úrkoma verði nær samfelld í dag. 13. janúar 2018 08:03