Nær ekki endum saman í krabbameinsmeðferð: „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:00 Söfnun hefur verið sett af stað fyrir Ölmu Geirdal, 38 ára einstæða móður, sem greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári. Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu. Heilbrigðismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu.
Heilbrigðismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira