Trine segist ekki hafa gert neitt saknæmt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2018 11:00 Oddvitar stjórnarflokkanna kynntu nýju ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í gær. Siv Jensen til vinstri, Erna Solberg fyrir miðju og Trine Skei Grande til hægri. Mynd/TV-2, Noregi. Trine Skei Grande, nýr menningarmálaráðherra Noregs, segist ekki ætla að tjá sig um uppákomu sem varð árið 2008 en segist í viðtali við Verdens Gang telja að hún hafi ekki gert neitt saknæmt. „Ég hef lifað eðlilegu líf. Ég ólst upp í Þrændalögum. Ég hef tekið þátt í bæjarhátíðum í Þrændalögum. Þar hafa vissulega gerst hlutir sem hægt er að túlka á þann hátt að það sæmdi ekki menningarmálaráðherra. En þá var ég í allt öðru hlutverki í lífinu. Ég var á allt öðrum stað í lífinu,“ segir Grande, sem nú er 48 ára gömul og formaður Venstre. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að samfélagsmiðlar í Noregi loguðu vegna sögusagna um að hún hefði haft samræði við ungan pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins, en pilturinn er ýmist sagður hafa verið sextán eða sautján ára gamall. Bæði er sögð hafa verið drukkin og vitni hafi séð hvað gerðist. „Ég tel að ég hafi ekki gert neitt rangt. En ég vil ekki segja neitt um atvikið vegna annarra sem hlut eiga að máli. Ég skil að ég þurfi að svara til að verja mína æru. En það þarf líka að gæta að öðrum sem koma við sögu,“ segir Grande við VG. Maðurinn ungi hefur hvorki viljað veita fjölmiðlum viðtal né gefa neins konar yfirlýsingu. Fram hefur komið að Trine hafi gert Ernu Solberg forsætisráðherra grein fyrir málavöxtum í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrr í mánuðinum. „Eðlilegt er að ráðherrar tali um erfiða hluti. Trine hefur verið algjörlega opin við mig um þetta mál. Hún er ráðherra í dag. Ég hef sagt að það sem við höfum talað um okkar á milli verður á milli okkar. En það eru auðvitað skýr skilaboð að hún situr í ríkisstjórn í dag,“ sagði Erna Solberg. -Útskýrði hún málið fyrir þér í smáatriðum? „Já. Hún sagði mér hvað hafði gerst, út frá sinni hlið. En ég fer ekki út í það," svaraði Solberg. Tengdar fréttir Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra skyggja hins vegar á stjórnarskiptin. 17. janúar 2018 21:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Trine Skei Grande, nýr menningarmálaráðherra Noregs, segist ekki ætla að tjá sig um uppákomu sem varð árið 2008 en segist í viðtali við Verdens Gang telja að hún hafi ekki gert neitt saknæmt. „Ég hef lifað eðlilegu líf. Ég ólst upp í Þrændalögum. Ég hef tekið þátt í bæjarhátíðum í Þrændalögum. Þar hafa vissulega gerst hlutir sem hægt er að túlka á þann hátt að það sæmdi ekki menningarmálaráðherra. En þá var ég í allt öðru hlutverki í lífinu. Ég var á allt öðrum stað í lífinu,“ segir Grande, sem nú er 48 ára gömul og formaður Venstre. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að samfélagsmiðlar í Noregi loguðu vegna sögusagna um að hún hefði haft samræði við ungan pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins, en pilturinn er ýmist sagður hafa verið sextán eða sautján ára gamall. Bæði er sögð hafa verið drukkin og vitni hafi séð hvað gerðist. „Ég tel að ég hafi ekki gert neitt rangt. En ég vil ekki segja neitt um atvikið vegna annarra sem hlut eiga að máli. Ég skil að ég þurfi að svara til að verja mína æru. En það þarf líka að gæta að öðrum sem koma við sögu,“ segir Grande við VG. Maðurinn ungi hefur hvorki viljað veita fjölmiðlum viðtal né gefa neins konar yfirlýsingu. Fram hefur komið að Trine hafi gert Ernu Solberg forsætisráðherra grein fyrir málavöxtum í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrr í mánuðinum. „Eðlilegt er að ráðherrar tali um erfiða hluti. Trine hefur verið algjörlega opin við mig um þetta mál. Hún er ráðherra í dag. Ég hef sagt að það sem við höfum talað um okkar á milli verður á milli okkar. En það eru auðvitað skýr skilaboð að hún situr í ríkisstjórn í dag,“ sagði Erna Solberg. -Útskýrði hún málið fyrir þér í smáatriðum? „Já. Hún sagði mér hvað hafði gerst, út frá sinni hlið. En ég fer ekki út í það," svaraði Solberg.
Tengdar fréttir Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra skyggja hins vegar á stjórnarskiptin. 17. janúar 2018 21:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra skyggja hins vegar á stjórnarskiptin. 17. janúar 2018 21:00