Ánægð með að hafa getað varpað ljósi á íslenskar bókmenntir í Svíþjóðarheimsókninni Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2018 16:26 Silvía Svíadrottning og Eliza forsetafrú ræða við starfsmenn Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar. Vísir/Atli Eliza Reid forsetafrú segist vera þakklát og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að varpa sviðsljósinu að bókmenntum, þýðingum og sjálfbærni í ferðamennsku í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar. Allt séu þetta mál sem eru hennar hjartans mál. Eliza flutti ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms á miðvikudaginn, á fyrsta degi heimsóknarinnar. Yfirskrift erindisins var Books build bridges, eða Bækur byggja brýr, þar sem hún ræddi um mikilvægi þýðinga fyrir íslenskar bókmenntir. Hún segir það hafa verið mjög þægilegt að vera í Svíþjóð. „Við erum svo góðir vinir – Svíar og Íslendingar. Þessi heimsókn á bara eftir að styrkja það. Það er alltaf svo gaman að fara í svona opinbera heimsókn þar sem dagskráin er svo fjölbreytt. Við erum bara á landinu í þrjá daga en maður lærir margt á þessum stutta tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi getum við komið öllum þessum skilaboðum á framfæri heima á Íslandi.“Sjá einnig: Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandiEliza Reid forsetafrú flytur erindi í glæsilegum hringsal Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar.Vísir/AtliSjálfbærni innan ferðamennskunnarEliza segist hafa mikinn áhuga á bókmenntum og að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. „Ég var mjög þakklát að taka þátt í pallborðinu á miðvikudaginn í Borgarbókasafni Stokkhólms um bókmenntamenningu og þýðingarmál. Aðeins að varpa ljósinu á þau mikilvægu mál. Á viðburði Íslandsstofu [sem fram fór í gær] vorum við svo að fjalla um ferðamennsku og sjálfbærni innan hennar. Sem sérstakur sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum þá er gott að geta kynnt hvað Íslendingar eru að gera og hvernig við erum að gera margt nýtt til að byggja upp sjálfbærni í ferðamennsku.“Góðar og hlýjar móttökurForsetafrúin segir að konungshjónin sænsku séu vingjarnleg og hlý. Íslenska sendinefndin hafi fengið góðar og hlýjar móttökur. „Við höfum átt áhugavert spjall við þau. Það er alltaf áhugavert að hitta nýtt fólk. Þau hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og þekkja vel til. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins komu til Íslands síðast árið 2014 og þau eru af þeirri kynslóð að vera með börn á sama aldri og okkar börn. Við höfðum því margt að ræða.“ Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóð lauk síðdegis í dag, en dagskrá var í Uppsölum síðasta daginn. Afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þar sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum í fimm bindum að gjöf. Menningarmálaráðherrann sænski, Alice Bah Kuhnke, veitti gjöfinni viðtöku. Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00 Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00 Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Eliza Reid forsetafrú segist vera þakklát og ánægð með að hafa fengið tækifæri til að varpa sviðsljósinu að bókmenntum, þýðingum og sjálfbærni í ferðamennsku í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar. Allt séu þetta mál sem eru hennar hjartans mál. Eliza flutti ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms á miðvikudaginn, á fyrsta degi heimsóknarinnar. Yfirskrift erindisins var Books build bridges, eða Bækur byggja brýr, þar sem hún ræddi um mikilvægi þýðinga fyrir íslenskar bókmenntir. Hún segir það hafa verið mjög þægilegt að vera í Svíþjóð. „Við erum svo góðir vinir – Svíar og Íslendingar. Þessi heimsókn á bara eftir að styrkja það. Það er alltaf svo gaman að fara í svona opinbera heimsókn þar sem dagskráin er svo fjölbreytt. Við erum bara á landinu í þrjá daga en maður lærir margt á þessum stutta tíma. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og vonandi getum við komið öllum þessum skilaboðum á framfæri heima á Íslandi.“Sjá einnig: Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandiEliza Reid forsetafrú flytur erindi í glæsilegum hringsal Borgarbókasafns Stokkhólmsborgar.Vísir/AtliSjálfbærni innan ferðamennskunnarEliza segist hafa mikinn áhuga á bókmenntum og að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. „Ég var mjög þakklát að taka þátt í pallborðinu á miðvikudaginn í Borgarbókasafni Stokkhólms um bókmenntamenningu og þýðingarmál. Aðeins að varpa ljósinu á þau mikilvægu mál. Á viðburði Íslandsstofu [sem fram fór í gær] vorum við svo að fjalla um ferðamennsku og sjálfbærni innan hennar. Sem sérstakur sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum þá er gott að geta kynnt hvað Íslendingar eru að gera og hvernig við erum að gera margt nýtt til að byggja upp sjálfbærni í ferðamennsku.“Góðar og hlýjar móttökurForsetafrúin segir að konungshjónin sænsku séu vingjarnleg og hlý. Íslenska sendinefndin hafi fengið góðar og hlýjar móttökur. „Við höfum átt áhugavert spjall við þau. Það er alltaf áhugavert að hitta nýtt fólk. Þau hafa komið nokkrum sinnum til Íslands og þekkja vel til. Viktoría krónprinsessa og Daníel prins komu til Íslands síðast árið 2014 og þau eru af þeirri kynslóð að vera með börn á sama aldri og okkar börn. Við höfðum því margt að ræða.“ Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Svíþjóð lauk síðdegis í dag, en dagskrá var í Uppsölum síðasta daginn. Afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þar sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum í fimm bindum að gjöf. Menningarmálaráðherrann sænski, Alice Bah Kuhnke, veitti gjöfinni viðtöku.
Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00 Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00 Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lars bað Guðna að skila sérstakri HM kveðju til íslensku þjóðarinnar Forseti Íslands segir eðlilegt að maður í hans stöðu mæli á norrænni tungu þegar tækifæri gefist. Bara ráðist á þetta. 19. janúar 2018 08:00
Afhenda sænsku þjóðinni 400 sett af Íslendingasögunum á sænsku Forsetahjónin halda til Uppsala í dag á þriðja og síðasta degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. 19. janúar 2018 10:00
Íslendingar lögðu nýjar línur í konunglegu veislustandi Íslensku forsetahjónin blésu til heljarinnar veislu á Moderna muséet í gærkvöldi. 19. janúar 2018 09:30