Innlent

Einar og Lára taka við Kastljósinu

Jakob Bjarnar skrifar
Einar og Lára eru nýjir umsjónarmenn Kastljóssins.
Einar og Lára eru nýjir umsjónarmenn Kastljóssins.
Einar Þorsteinsson og Lára Ómarsdóttir, sem bæði hafa starfað að undanförnu á fréttastofu RÚV munu taka við umsjá Kastljóssins, fréttaskýringaþætti fréttastofu ríkisins við Efstaleitið.

Einar Þorsteinsson greindi frá þessu í morgun á Facebooksíðu sinni. Segir að nýju ári fylgi breytingar í vinnunni:

„Ég tek mér frí frá vaktstjórn og fréttalestri fram á vor og stýri Kastljósinu ásamt Lara Omarsdottir. Þeir sem hafa góðar hugmyndir um umfjöllunarefni mega endilega senda mér hér á Facebook eða á einar@ruv.is.“

Þar höfum við það. Eins og fram hefur komið eru fyrrum umsjónarmenn, þau Baldvin Þór Bergsson og Helga Arnardóttir horfin til annarra starfa; Helga til Birtings og Baldvin Þór er að taka við sem dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2.


Tengdar fréttir

Þau voru ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV

Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla og Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×