Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 21:15 Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Heilsa Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilsa Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira