Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 21:15 Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Heilsa Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilsa Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira