Erlent

Ráðherra hættir vegna græðgi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Henry Kalaba.
Henry Kalaba. vísir/afp
Henry Kalaba, utanríkisráðherra Sambíu, sagði af sér í gær þar sem hann gat ekki hugsað sér að sitja í ríkisstjórn landsins lengur. Í afar harðorðri yfirlýsingu sem Kabala sendi frá sér á Facebook segir hann að stjórnarhættir einkennist af „taumlausri græðgi og skammarlegum vinnubrögðum“.

Kalaba sagði jafnframt að hann hefði tekið ákvörðunina nú vegna vaxandi spillingar. „Sú spilling er til komin vegna þeirra sem ætlast er til að leysi hana,“ segir í yfirlýsingunni.

Greinendur BBC sögðu í gær að ákvörðun Kalaba beri þess merki að hann reyni að þrýsta á Edgar Lungu forseta svo hann bjóði sig ekki fram til þess að sitja sitt þriðja kjörtímabil. Eins og stendur kveður stjórnarskrá Sambíu á um að ekki megi sitja lengur en tvö kjörtímabil á forsetastól en rætt hefur verið um að gera breytingar þar á. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×