Innlent

Ekki fleiri misst vinnuna í hópuppsögnum frá 2011

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhjálmur Vilhjálmur, forstjóri HB Granda, sagði upp 93 í botnfisksvinnslu á árinu.
Vilhjálmur Vilhjálmur, forstjóri HB Granda, sagði upp 93 í botnfisksvinnslu á árinu. Vísir/Anton Brink
632 var sagt upp í hópuppsögnum á árinu 2017. Fjöldinn hefur aukist stöðugt frá árinu 2014 þegar 231 missti vinnuna. Þetta kemur fram í gögnum Vinnumálastofnunar um hópuppsagnir á liðnu ári.

Sprengja varð í hópuppsögnum árið 2008 þegar rúmlega fimm þúsund manns misstu vinnuna. Eins og sjá má á myndinni að neðan fækkað uppsögnunum verulega árin á eftir og náði lágmarki árið 2014. Síðan hefur uppsögnum á ný farið fjölgandi.

Fjöldi tilkynntra hópuppsagna undanfarin tíu ár.Vinnumálastofnun
Flestir þeirra sem misstu vinnuna í hópuppsögnum á liðnu ári störfuðu í fiskvinnslu, eða 241. Svarar það til 38% þeirra sem misstu vinnuna í hópuppsögnum. Munaði þar mestu um breytingar hjá HB Granda fyrri hluta árs og svo síðla árs hjá Frostfiski í Þorlákshöfn og Bylgju í Ólafsvík.

21 missti vinnuna í iðnaðarframleiðslu og 86 í verslun.

Um 56% tilkynntra hópuppsagna voru á höfuðborgarsvæðinu en um 20% á Vesturlandi annars vegar og Suðurlandi hins vegar. Stærstur hluti hópuppsagna komu til framkvæmda á liðnu ári, eðað 437, en 195 taka gildi á þessu ári.

Hópuppsagnir eiga við um vinnustaði sem telja að lágmarki tuttugu starfsmenn. Hópuppsögn er þegar atvinnurekandi segir upp hóp af starfsmönnum og ástæðan fyrir uppsögninni tengist ekki ákveðnum einstaklingum og uppsagnirnar eiga sér stað á 30 daga tímabili. Hópuppsagnir, sem skylt er að tilkynna til Vinnumálastofnunar, eru þegar
:

10 starfsmönnum er sagt upp, þar sem starfa 20-100 manns að jafnaði    


10% starfsmanna er sagt upp, þar sem starfa 100 - 300 manns    


30 manns eða fleirum sagt upp, þar sem starfa 300 eða fleiri starfsmenn

Fréttir af uppsögnum á liðnu ári má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Tugir missa vinnuna hjá CCP

Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, er einn þeirra sem missa vinnuna við breytingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×