Viðskipti innlent

Tuttugu missa vinnuna hjá Valitor á Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor.
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor. Valitor

Umfangsmiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir hjá Valitor verða til þess að tuttugu starfsmenn hér á landi missa vinnuna. Þetta staðfestir forstjórinn Viðar Þorkelsson í samtali við Vísi. 

Annars vegar er um að ræða ellefu störf sem færast frá Íslandi til Bretlands. Hins vegar missa níu starfsmenn vinnuna og ljúka störfum í dag. Möguleiki er fyrir þá sem sinna störfunum sem flytjast til Bretlands að flytja utan og sinna starfinu þar. 

Þau níu sem láta af störfum í dag fá greiddan uppsagnafrest sem er misjafn milli manna að sögn Viðars.

„Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er ekki síst að rekstrarumhverfi félagsins, sérstaklega á Íslandi, hefur verið að versna. Við erum með stærstan hluta af tekjunum erlendis. Þá er krónan í sögulegu hámarki sem hefur mikil áhrif á okkar tekjumyndun,“ segir Viðar. Til viðbótar komi kostnaðarhækkanir undanfarin ár sem spili inn í breytingarnar.

Viðar segir Valitor hafa 10 þúsund viðskiptavini í Bretlandi samanborið við um fimm þúsund hér á landi. Flutningurinn til Bretlands sé til að vera nær viðskiptavinunum.

Valitor er með um 350 starfsmenn í þremur löndum, Íslandi, Bretlandi og Danmörku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.