Málmbræðslan GMR gjaldþrota: Sautján manns missa vinnuna Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 09:30 GMR hóf framleiðslu á Grundartanga árið 2013. Vísir/GVA Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf. á Grundartanga var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Um 17 starfsmönnum fyrirtækisins hafði þá verið sagt upp störfum en það endurvann stál sem fellur til hér á landi. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri GMR, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum og vísaði á skiptastjóra fyrirtækisins. Fréttablaðið ræddi við Daða síðastliðinn fimmtudag og kom þá fram að óvissa ríkti enn um reksturinn. Sjá einnig: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ Verksmiðja GMR var þá ekki lengur rafmagnslaus en RARIK hafði nokkrum vikum áður lokað á fyrirtækið vegna vangoldinna reikninga. Umhverfisstofnun hafði ítrekað gert athugasemdir við starfsemi málmendurvinnslunnar og skráð á yfir þriðja tug frávika frá starfsleyfi. Fyrirtækið sætti auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Framkvæmdastjórinn sagði eigendur fyrirtækisins í leit að nýjum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, en vildi ekki svara því hversu mikil fjárþörfin væri. Daginn eftir að fréttin birtist var síðan öllu starfsfólki fyrirtækisins sagt upp störfum. „Þetta fyrirtæki var stofnað fyrir fjórum árum og það er búinn að vera erfiður og langur uppbyggingarfasi. Erfiðari og lengri en menn ætluðu sér og það er margt sem spilar þar inn í. Heimsmarkaðsverð á stáli er þar langstærsti þátturinn,“ sagði Daði í samtali við Fréttablaðið. Tengdar fréttir Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00 Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf. á Grundartanga var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Um 17 starfsmönnum fyrirtækisins hafði þá verið sagt upp störfum en það endurvann stál sem fellur til hér á landi. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri GMR, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum og vísaði á skiptastjóra fyrirtækisins. Fréttablaðið ræddi við Daða síðastliðinn fimmtudag og kom þá fram að óvissa ríkti enn um reksturinn. Sjá einnig: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ Verksmiðja GMR var þá ekki lengur rafmagnslaus en RARIK hafði nokkrum vikum áður lokað á fyrirtækið vegna vangoldinna reikninga. Umhverfisstofnun hafði ítrekað gert athugasemdir við starfsemi málmendurvinnslunnar og skráð á yfir þriðja tug frávika frá starfsleyfi. Fyrirtækið sætti auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Framkvæmdastjórinn sagði eigendur fyrirtækisins í leit að nýjum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, en vildi ekki svara því hversu mikil fjárþörfin væri. Daginn eftir að fréttin birtist var síðan öllu starfsfólki fyrirtækisins sagt upp störfum. „Þetta fyrirtæki var stofnað fyrir fjórum árum og það er búinn að vera erfiður og langur uppbyggingarfasi. Erfiðari og lengri en menn ætluðu sér og það er margt sem spilar þar inn í. Heimsmarkaðsverð á stáli er þar langstærsti þátturinn,“ sagði Daði í samtali við Fréttablaðið.
Tengdar fréttir Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00 Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00
Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00