Innlent

Enn hrynur úr fjallinu í Hítardal

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Veiði í Hítará hefur gengið betur í ár en í fyrra, þrátt fyrir náttúruhamfarirnar í Hítardal þann 7. júlí. Enn falla skriður úr Fagraskógarfjalli en Hítará hefur nú fundið sér nýjan farveg framhjá stíflunni sem myndaðist í berghlaupinu. Ásýnd fjallsins er ekki frýnileg að sögn bónda í dalnum.

„Það heyrðust bara hljóðin hér um nóttina en við sáum ekki skriðuna falla. Maður trúði varla sínum eigin augum þegar maður horfði til fjalls. Þetta er náttúrlega ljótt að sjá en maður venst því sjálfsagt,“ segir Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal. Síðast um helgina hélt áfram að hrynja úr fjallinu en Leifur, sonur Finnboga, náði myndbandi af því þegar berg skreiðá sama staðúr Fagraskógarfjalli á laugardaginn. „Það var greinilegur rykmökkur sem kom og óhljóð meðþví,“ segir Finnbogi.

Stangveiðifélagi Reykjavíkur hefur umsjón með Hítará og hefur veiðin í sumar gengið mun betur en á horfðist eftir að skriðan féll og stíflaði ána samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Þann 11. júlí síðastliðinn hafði veiðst um þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Óvíst er þó að svo stöddu hver þróunin verður til lengri tíma litið. Áin hefur fundið sér nýjan farveg fram hjá stífluni og lón myndast ofan við skriðuna. Ljóst er að nokkrir góðir veiðistaðir hafa glatast en nýir kunna að líta dagsins ljós þegar fram líða stundir. Líklega mun skriðufallið hafa einhver áhrif á lífríkið í ánni en veiðimenn eru hvattir til að sleppa þeim fiski sem þeir veiða. 


Tengdar fréttir

Hítará hefur fundið sér nýjan farveg

Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×