Innlent

Strawberries-málið ekki fyrir Hæstarétt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eigandi Strawberries kærði framgöngu lögreglumanna og þjófnað á haldlögðum munum úr húsleitum. Hvorug þeirra leiddi til ákæru.
Eigandi Strawberries kærði framgöngu lögreglumanna og þjófnað á haldlögðum munum úr húsleitum. Hvorug þeirra leiddi til ákæru. Fréttablaðið/stefán
Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Viðars Márs Friðfinnssonar, fyrrverrandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Óskað var eftir leyfi til þess að skjóta málinu til Hæstaréttar.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Viðar í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans.

Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem þyngdi dóminn, bætti við sex mánuðum við fangelsidóminn auk þess sem að söluandvirði báts og sjö bíla voru gerð upptæk auk innistæðna á bankareikningum.

Í málskotsbeiðninni til Hæstaréttar segir að leyfisbeiðendur telji að mál þeirra hafi ekki hlotið lögbundna meðferð hjá skattayfirvöldum og lögreglu, einn dómara í Landsrétti hafi verið vanhæfur auk þess sem að ákæruvaldið hafi breytt kröfugerð sinni degi fyrir munnlegan málflutning í Landsrétti sem hafi raskað grundvelli málsins.

Þá hafi mistök orðið í dómsorði Landsréttar auk þess sem að málið sé fordæmisgefandi þar sem upptökuheimildir á grundvelli almennra hegningarlaga hafi ekki komið til umfjöllunar fyrir Hæstarétti.

Undir þetta tók Hæstiréttur ekki og í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins verði ekki sé að leyfisbeiðnin lúti að atriði sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fái úrlausn réttarins. Málskotsbeiðninni var því hafnað.


Tengdar fréttir

Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi

Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×