ESPN tilkynnti þetta á blaðamannafundi á mánudaginn en sjónvarpsstöðin mun sýna einn leik úr dönsku og sænsku úrvalsdeildinni í hverri viku.
Leikirnir verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ESPN+ en auk þess að kaupa aðgang að Svíþjóð og Danmörku hefur ESPN keypt réttinn að ítalska bikarnum.
Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Jón Dagur Þorsteinsson leika allir í dönsku úrvalsdeildinni og því eru líkur á að þeir verði á skjám margra milljóna Bandaríkjamanna síðar í vetur.
Þeir er ögn fleiri í Svíþjóð. Guðmundur Þórarinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Kristján Flóki Finnbogason, Óttar Magnús Karlsson og Arnór Ingvi Traustason vonast til að detta inn á skjáinn í Bandaríkjunum síðar á þessu tímabili.
Soccer fans: ESPN announced today it has acquired multi-year rights agreement for Coppa Italia, the Supercoppa Italiana, the Danish Superliga, Sweden's Allsvenskan and Indian Super League. All we be on ESPN+
— Richard Deitsch (@richarddeitsch) October 2, 2018